Það sem þú vissir ekki um blæjuber – Superberries

Flest hafið þið heyrt Goji ber og Acai ber nefnd sem súperber!
En enginn talar um blæjuber, eða öðru nafni Golden berry.

Blæjuber koma úr sama ættflokk og tómatur, það lítur út eins og lítill gulur cherry tómatur nema hann er hulinn brúnum laufum til að vernda hann frá pöddum!
Bragðið er sætt en samt smá súrt þegar þau eru tilbúin, þá eru þau gul eða tiltölulega appelsínugul.
Ef þau eru græn og óþroskuð geta þau verið okkur eitruð, en í búðunum seljast þau tilbúin svo það er ekkert að hafa áhyggjur af.

En af hverju eru blæjuber svona holl!?
Þau eru bæði próteinrík, rík af vítamínum C, A , P, Níasín og Þíamín, auk þess innihalda þau gott magn járns og fosfórs og kalíum.

C vítamínið í þeim hjálpar að bæta ónæmiskerfið.
Kalíum hjálpar að halda blóðþrýstingi niðri.
Berin eru hitaeiningalítil og innihalda vatnsleysanlegar trefjar.
Þar sem ávöxturinn er gulur og stundum appelsínugulur, eins og aðrir þess litaðir ávextir og grænmeti, eru þau góð fyrir hjartað, ónæmiskerfið, sjónina og hjálpar einnig við allskyns tegundir krabbameins.
Brúnu laufin eru einnig meinholl, í sumum ættbálkum eru þau elduð og borðuð eins og spínat.

Lækningamáttur?
Blæjuber hafa verið notuð fyrir lækningarmátt í mörgum löndum. Laufin eru notuð sem þvagræsislyf í Kólumbíu og í sumum ættbálkum eru laufin notuð til að bæta líðan í kvið og í Suður-Afríku eru laufin notuð sem bakstur á allskyns bólgur.
Annarsstaðar eru berin sjálf notuð til að lækna asthma og svo eru þau blóðhreinsandi.

Notkun?
Mér finnst æðislegt að borða blæjuber alveg eins og þau eru milli mála, einnig er gott að henda þeim í grænmetissalat eða ávaxtasalat, baka með þeim eða búa til deserta, svo eru þau æðislegt þurrkuð í trail mix ásamt hnetum og rúsínum og slíku.
Þau passa hrikalega vel í deserta sem innihalda hunang eða rjóma, það inniheldur þykkingarefni sem er sniðugt í allskonar uppskriftir.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here