Emily er ótrúlega skýr stelpa þrátt fyrir ungan aldur. Þegar hún fæddist var hún með svo mikið hár að ljósmæðurnar stálust til að sýna hana inn á skrifstofunni hjá sér, þar sem þær höfðu aldrei séð ungbarn með annað eins hár við fæðingu.

Það voru mamma hennar og pabbi sem gáfu Emily þá hugmynd að klippa hárið og gefa það í hárkollur fyrir krabbameinsjúk börn. Þau settust niður og útskýrðu fyrir henni, að til þess að gefa hárið hennar þá þyrfti hún að klippa það frekar stutt og að það myndi líða langur tími þar til að hárið yrði svona sítt aftur.

Fjölskyldan skoðaði myndir saman af litlum krökkum með krabbamein og ekkert hár, eins myndir af hárkollum sem eru gerðar fyrir börn. Emily varð ekkert smeyk við að klippa af sér hárið. Uppáhaldsmyndin hennar er Tangled og þar sem hetjan hennar klippir af sér hárið í „Bob“ þá ákvað hún að dúkkan hennar Dolly fengi sömu klippingu og hún. Emily og Dolly pöntuðu tíma hjá Matthew frænda hennar og Dolly var klippt fyrst. Þegar Emily er sest í stólinn þá heyrist í myndbandinu

„Klipptu hárið í burtu og gefum það til krakkanna“

 

Hún bræðir í manni hjartað fyrir hugrekki og óeigingirni.

SHARE