Þessum 3 konum var sagt að þær hefðu misst fóstur – Röng greining!

Fjölda kvenna er árlega sagt ða þær hafi misst fóstur þó að það hafi ekki gerst. Rannsókn var gerð við Imperial College í London og telja rannsakendur að ástæður fyrir þessu séu þær að rangt var lesið úr sónarskoðun. Hér verður sögð saga þriggja kvenna.   


Stacey Farmer

STACEY þrítug kona frá Bestwood, Notts, missti fóstur en komst svo að því að hún var gengin 34 vikur með eftirlifandi tvíbura. 

Saga hennar:

“Þegar byrjaði að blæða á elleftu viku taldi ég að  meðgögnunni væri lokið. Ég hafði lagt mig og leið ekki vel og þá byrjaði að blæða. Ég varð skelfingu lostin og maðurinn minn hringdi á sjúkrabíl sem fór með mig á  Queen’s Medical Centre í Nottingham. Læknirinn þar sagði mér að barnið væri að koma og náttúran yrði að fá að fara sínu fram, við því væri ekkert að gera.”

Þetta fóstulát varð hjónunum svo erfitt að þau slitu samvistum. “Matt studdi mig vel en ég jafnaði mig ekki og leið alltaf hræðilega og við fjarlægðumst hvort annað. Þannig missti ég á nokkrum vikum bæði barnið mitt og manninn. Við ákváðum að reyna að ná saman aftur og að nokkrum tíma liðnum fór ég að velta fyrir sér af hverju ég byrjaði ekki aftur á blæðíngum.”

‘Hvernig gat það farið fram hjá þeim að annað barnið mitt var enn lifandi?’ … Stacey Farmer

“Ég hélt að líkaminn væri enn að jafna sig eftir meðgönguna en tók samt óléttupróf og endurtók prófið sex sinnum áður en ég þorði að trúa því sem við mér blasti. Við vorum bæði alveg undrandi hvað ég hafði orðið ólétt fljótt aftur. Auðvitað hafði ég miklar áhyggjur að ég myndi missa fóstrið  en við vorum hamingjusöm. ”

Svo kom hið sanna í ljós. Barnið sem hún bar var tvíburi við barnið sem hún hafði misst.

“Ég trúði ekki mínum eigin augum þegar ég sá þetta barn á skerminum. Það var stórt. Ég  hafði búist við að sjá einhverja veru þarna inni en þetta var fullmótað barn. Svo varð ég kvíðin því að ég hafði ekki borðað eins og ólétt kona ætti að gera og ekkert undirbúið komu barns. ”

Matt kom með konu sinni í þessa skoðun og var mjög reiður út í læknana. Hann spurði hvernig það hefði getað farið fram hjá þeim að annað barnið þeirra væri lifandi.

Sonur þeirra, Thomas var tekinn með keisaraskurði á Queen’s Medical Centre og er nú sex ára. Hann á líka fjögurra ára systur, Molly.

Linda Aitchison

Linda  er fjörutíu og fimm ára  forstjóri í Walsall. Hún var gengin með sex vikur þegar henni var sagt í mæðraskoðun að hún hefði misst annan tvíburann  og hinn myndi að öllum líkindum fara líka.

Saga hennar:

“Dagurinn 1. apríl 1998 var hræðilegur fyrir manninn minn Neil og mig. Ég hafði verið með kviðverki undanfarna daga og heimilislæknirinn sagði að ég hefði bara tognað í leikfimi. ”

“Ég trúði þessu ekki alveg og tók óléttupróf sem sagði að ég væri barnshafandi. Við vorum bæði ákaflega hamingjusöm og glöð. En alltaf versnuðu verkirnir og ég fór á sjúkrahúsið í Shrewsbury þar sem var athugað hvort ég væri með utanlegsfóstur. ” – Við skoðun heyrðist hjartsláttur í tveim börnum.

“Við vorum himnasæl en sú sæla stóð ekki nema í viku því að þá fór að blæða mikið og verkirnir voru óbærilegir. Mér var tjáð á sjúkrahúsinu að ég hefði misst annað barnið og hitt myndi líklega koma hvenær sem væri.”

“Ég húkti þarna grátandi og var gefinn bæklingur –til að hugga mig. ”

Tíminn fram að næstu sónarskoðun var erfiður vegna mikillar vanlíðunar bæði andlegrar og líkamlegrar og á sjúkrahúsinu var henni sagt að hún skyldi vera viðbúin slæmum fréttum. En öllum til mikillar furðu voru bæði börnin enn þarna og lifandi!

“Tilfinningar mínar voru svo yfirþyrmandi að ég fékk taugaáfall og hné niður og varð að fara með mig út í hjólastól.”  .

“Í huga mér voru ótal spurningar og mér fannst ég ekki geta treyst neinum. Ég syrgði enn b0önin mín sem ég hélt að væru dáin – og skyldu þessi börn lifa?”

Það sem eftir var meðgöngunnar var samfelld martröð fyrir Lindu. Þegar börnin hreyfðu sig óttaðist hún að nú væru þau að koma en eftir 34 vikur fæddust tvær mjög smáar stúlkur sem foreldrarnir gáfu nöfnin Emily og Melissa.

Þær þurftu mikla sértæka umönnun fyrstu vikurnar og raunar fyrstu æviárin. “Ég hafði alltaf áhyggjur af hvort eitthvað alvarlegt myndi koma í ljós vegna þess sem gerðist í byrjun”

Smám saman hvarf kvíðinn og gleðin tók völdin.
“Við vorum eins góðir foreldrar og við framast kunnum og gátum og létum sjálfasagt allt of mikið eftir þeim!”

“Árið 2011 fengum við hræðilegar fréttir. Neil, maðurinn minn var kominn með krabbamein og ári síðar dó hann.

Ég missti ástina mína og sorgin hvolfdist yfir mig. Ég fékk góða hjáp við að takast á við fráfall hans og það hefði sannarlega verið ómetanlegt hefði ég fengið hjálp – en ekki bara bækling -þegar fósturlátið var ranglega greint.

Julia Murray

Ekki heyrðist hjartsláttur þegar Julia, sem er tuttugu og sjö ára, kom í sónarskoðun

Saga hennar:

“Það fór að blæða á áttundu viku og ég hélt að ég hefði misst fóstrið. Ég fór í miklu uppnámi til heimilislæknis okkar og hann sagði mér að hafa ekki áhyggjur, dálitlar blæðingar væru alveg eðlilegar.  Fyrir áttum við þriggja ára dóttur og meðan ég gekk með hana blæddi aldrei svo að mér þóti þetta undarlegt en reyndi að vera jákvæð.”

Að tveim vikum liðnum komu miklar blæðingar og hún fór á Broomfield sjúkrahúsið í Essex.

“Okkur var sagt að ekki heyrðist hjartsláttur og ég hefði misst fóstrið. Daginn eftir að við höfðum fengið þessar fréttr  krafðist ég þess að fá aðra sónarskoðun og þá kom í ljós að þarna inni var lifandi barn. Nú veit ég að  fylgjurof hafði orðið og greiningin var röng. ”

Meðgangan var áfram erfið. Juliu til skelfingar fór vatnið þegar hún var gengin með 24 vikur og hún vissi að barn sem fædddist svo snemma á meðgöngu átti litlar lífslíkur.

 

 Alfie litli er kraftaverk. 

“Mér var sagt á sjúkrahúsinu að þetta hafi bara verið smáleki en ég var ekki sammála því og ákvað að fara í rúmið. Að þrem vikum liðnum fannst mér ég vera orðin svo hress að ég fór að kaupa í matinn en þá byrjuðu miklar blæðingar og mamma sem var hjá mér hringdi á sjúkrabíl. ”

“Þar kom í ljós að ég hafði misst vatnið á tuttugustu og fjórðu viku en barnið væri samt lifandi. Ég var tengd við eftirlitstæki, manninum mínum var sagt að fara heim en um nóttina fór allt í gang. ”

Hjartsláttur barnsins var orðinn mjög veikur og ákveðið var að gera bráðakeisara.
“Ég var auðvitað mjög hrædd því að ég vissi að enn vantaði mikið upp á fulla meðgöngu. En drengurinn okkar kom í þennan heim og vó þá aðeins 1360gr. Við nefndum hann Alfie og nú er hann orðinn 14 mánaða hraustur strákur“.

Hefur þú svipaða sögu að segja? Endilega sendu okkur línu! Það eru eflaust konur á Íslandi sem lent hafa í svipuðum aðstæðum.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here