Þetta krabbamein sífellt algengara hjá ungu fólki

photo by taoty

Þegar þú hugsar um ristilkrabbamein, hugsar þú áreiðanlega sem svo að þetta sé sjúkdómur gamla fólksins. Í nýlegri rannsókn kemur fram að ungu fólki með ristilkrabbamein fjölgar stöðugt. Ef þú ert fædd/ur árið 1990 ertu tvöfalt líklegri til að fá ristilkrabbamein eða krabbamein í þörmum, en þeir sem fæddust árið 1950.

Við skiljum ekkert í þessu,

segir Mark Pochapin, prófessor í lyflækningum. Það sem einnig veldur áhyggjum er að það kom líka í ljós að fólk, yngra en 55 ára eru næstum 60% líklegri til að greinast með krabbamein á lokastigi en eldra fólk.

Þegar 25 ára manneskja kvartar yfir því að það sé blóð í hægðum eða að hægðirnar hafi breyst skyndilega, reiknar læknirinn sjaldnast með því að þetta sé krabbamein og fer því ekki í að panta viðeigandi rannsóknir. Þess vegna eru margir greindir alltof seint. Það er alveg með ólíkindum hvað ég er með mikið af ungum sjúklingum núna. Ég myndi segja að 40% af mínum sjúklingum mínum eru undir 50 ára.

segir Edith Mitchell sem leiðir rannsóknir á sjúkdómum í þörmum.

Ristilkrabbamein og krabbamein í þörmum í ungu fólki er oft talið vera bólgusjúkdómur (Crohns sjúkdómur eða sáraristilbólga) eða erfðafræðileg heilkenni eins og Lynch heilkenni.

Aukning á þessum sjúkdómum hefur verið samhliða offituvanda í heiminum, svo það er sennilegt að það sé ein af ástæðunum,

segir David Liska, meltingafæraskurðlæknir og bætir við:

Margir af þeim þáttum sem valda offitu, eru líka áhættuþættir fyrir ristilkrabbamein. Þar má nefna mjög fitandi mataræði, þar sem viðkomandi borðar mikið af rauðu kjöti og lítið af grænmeti, og mikil kyrrseta. Ég er samt líka að sjá ungt fólk í kjörþyngd sem lifir heilbrigðu lífi svo það hlýtur að vera einhver önnur ástæða líka.

SHARE