Þú þarft ekki að afsaka þig!

Albert Einstein sagði „Manneskja sem gerir aldrei mistök, prófar aldrei neitt nýtt”. Ef þú gerir aldrei mistök, hlýtur þú að búa í vernduðu umhverfi og munt að ekki ná að þroskast og taka þau skref sem bera þig í rétta átt. Mistökin þín gera þig að sterkara og gáfaðra eintaki af þér. Samfélagið ýtir þér útí að þurfa vera fullkomin/n en það eru nokkur mistök sem þú þarft aldrei að afsaka þig fyrir:

images (1)

1. Taktu ákvarðanir sem gera þig hamingjusama/nn, þó að aðrir eru ekki sammála þér. Svo virðist sem allir geti gagnrýnt ákvarðanir annarra, en það er ekki þeirra líf að lifa. Fólk kastar skoðunum sínum og gagnrýni, þó að þau varði ekkert um þitt líf. Haltu þínu striki, því að á endanum munt þú draga að þér fólk sem er samþykkara þér og því hvernig þú lifir þínu.

2. Settu þínar þarfir í fyrsta sæti til tilbreytingar. Stundum er það þannig að maður ruglar sjálfselsku og sjálfhverfu við það að virða sjálfan sig og setja sjálfan sig í forgang. Ef þú hefur tekið þitt eigið líf í þínar hendur, í stað þess að bíða eftir að aðrir kenni þér hvernig þú átt að lifa, ert þú búin/n að koma sjálfri/um þér á hærra plan. Við berum öll 100% ábyrgð á lífi okkar og hvernig er hægt að ætlast til þess að þú hjálpir öðrum ef þú hjálpar þér ekki fyrst.

Sjá einnig: 8 atriði til að muna þegar þér finnst þú ekki vera nógu góð/góður

3. Hefur þú orðið ástangin/n af einhverjum og það ekki gengið upp? Margir eiga það til að horfa til baka á gömul sambönd sem gengu ekki upp með samviskubit í hjartanu eða jafnvel óskað sér að sambandið hefði aldrei verið og að þú hafir ekki brugðist við á réttan hátt. Þú ert þó ekki sama manneskjan og á þeim tíma og hefðir eflaust ekki verið búin að læra það sem þú lærðir á því að vera í því sambandi. Hvers vegna ættirðu að þurfa að afsaka fortíð þína fyrir einhverjum? Það er bara þú sem hefur gegnið í gegnum lífið þitt og aðrir eru ekki dómbærir á þitt líf og hvernig þú hefur lifað því og því þarft þú ekki að afsaka neitt. Gerðu bara betur næst.

4. Þú þarft ekki að afsaka þig fyrir að vilja meira úr lífinu en þú hefur nú þegar. Það þýðir ekki að þú ert vanþakklát/ur, heldur að þú hafir metnað fyrir lífinu, drauma og óskir sem þig langar til að uppfylla. Þú getur verið þakklát/ur fyrir allt sem þú átt í lífinu en um leið langað til að gera meira með líf þitt og fá meira út úr tilverunni þinni. Láttu slag standa og farðu á eftir því sem þig langar í og útkoman gæti komið þér skemmtilega á óvart.

Sjá einnig: Ertu nógu klár? – Myndband

5. Þó að líf þitt sé ekki beinlínis með straumnum er það allt í lagi. Fólki finnst gott að hafa eitthvað að tala um og það á ekki bara við um þig. Ekki fá samviskubit eða láta þér líða illa yfir að leyfa sjálfum þér að skera þig úr heildinni, þó að aðrir tali um þig. Stundum er umtalið um þig afbrýðisemi frá öðrum eða vegna þess að þau sem tala um þig eru ekki nægilega sátt við sitt eigið líf. Margir tala illa um aðra til að upphefja sjálfan sig á annarra kostnað. Það er flott og aðdáunarvert að skera sig úr heildinni. Afsakaðu þig ekki fyrir að vera þú og fyrir það hvernig aðrir taka þér, því það er ekki þín byrgði að bera hvað öðrum finnst, svo lengi sem það veiti þér vellíðan.

SHARE