Þurfum við að afeitra líkamann? “Detoxing”

Svona rétt eftir hátíðarnar, allt kjötátið, nammið og sætindi oft í miklu magni, líður okkur stundum eins og við þurfum bara hreinsun. Bara “cleansing” eftir allt þetta sull.

Þá leitar maður í netið, google er okkar fyrsta hjálpartæki þegar við viljum upplýsingar sem fyrst, og oft trúum við því fyrsta sem við sjáum án þess að bera saman rannsóknir til að athuga hvort það sé eitthvað til í þessu.

Það eru hundruðir hreinsunarmeðferða til í dag, frá því að fasta, drekka bara vatn, drekka bara hreinann safa, alveg í meðferðarheimili þar sem þú dvelur í gegnum detoxið þitt.
Öll höfum við líklega prufað þetta amk eitt skipti.
Sérstaklega þetta með djúsinn og t.d. borða bara ávexti og grænmeti í 1-2 daga. Stútfullt af vítamínum og hollustu, hlýtur að vera hollt er það ekki?

Vandamálið við svona hreinsunarkúra er að vanalega borðum við rosalega lágt magn hitaeininga yfir hreinsunina. Þá fer líkaminn í svelti, þú gætir fundið fyrir smá svona “blurry” tilfinningu í hausnum, við gætum orðið þreytt í vöðvunum, verið orkulaus og langað bara að vera uppí rúmi.
Er þetta pointið með hreinsuninni? Átti okkur ekki að líða betur ?

Sannleikurinn er sá, að þótt það sé hollt að borða grænmeti og ávexti, drekka hreina safa og vatn MEÐ hollu matarræði, þá er það EKKI nauðsynlegt líkamanum að reyna að detoxa hann á einhvern hátt.
Mannslíkaminn er nefninlega svo sniðugur, að hann er með built-in hreinsunarkerfi. Nýrun, lifrin og meltingarkerfið sjá um það !
Auk þess, hefur ekki verið hægt að sanna að við losum okkur við eitthvað magn eiturefna úr líkamanum í svona hreinsun.
Hvað get ég þá gert til að láta mér líða betur eftir sukk?

Einfalt, drekktu vel af vatni, borðaðu ávexti og grænmeti með yfir daginn og neyttu fæðu sem er eins RÍK af næringarefnum og þú hefur völ á. Stútfylltu líkamann þinn af eins mikið af vítamínum og steinefnum og þig lystir og þá færðu alla þá hreinsun sem líkaminn getur viljað.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here