Um helgina, 12 maí á sunnudaginn verður haldið stórglæsilegt námskeið.
TIGI á Íslandi hefur lengi reynt að fá til landsins Anthony Mascolo en hann er vel þekktur innan hárgreiðslugeirans.
Anthony er sannkölluð stórstjarna en hann hefur séð um hönnunarteymi TIGI til fjölda ára.
Anthony er einn bræðranna sem stofnuðu Toni & Guy og er sannkallaður heiður að fá hann til landsins.

Námskeiðið og sýningin sem haldin verður í Austurbæjarbíó er fyrir hárfagmenn.
Anthony er með frábært teymi með sér en það eru Nick Irwin og Akos Bodi sem er hárlitafræðingur og kennir allt um það heitasta í hárlit fyrir 2013.
Einnig verður með honum förðunarteymi, ásamt fatahönnuður sem sýnir frá sjálfum Alexander McQueen.

Mælum að sjálfsögðu að allir með áhuga á hári, förðun og tísku næli sér í miða á þennan frábæra viðburð með því að fara inná miði.is eða með því að smella hér.

15110_10151576236228287_2104314618_n

SHARE