Hin heimsfræga Tína Turner er orðin áttræð og alltaf jafn glæsileg.

Tina og Erwin hafa verið par í meira en 30 ár og nefnir hún að í lífinu sem oft var eins og stór hverfilbylur náði hún að sjá það bjarta í litlu hlutunum. Þegar Tína er spurð að því hvernig tilfinning það sé að vera orðin 80 ára svara hún því til að það sé bara eins og þegar hún varð 40 ára.

´´Enginn munur´´

Heilsufarið og lífstíllinn:

Tína sem hefur þurft að takast á við heilsubresti síðustu ár, hún er til dæmis búin að fara í nýrna ígræðslu er með háan blóðþrýsting og berst við krabbamein. Hún segist ekki hrædd við að deyja heldur sé henni umhugað um heilsu sína og hugsi því vel um sig.

Tína Turner hefur verið blessunarlega laus við að misnota áfengi eða vímuefni en segist vera kaupfíkill en það sem veiti henni mesta ánægju í dag sé ástkær eiginmaður hennar.

Þessi flotta söngkona sem er þekkt fyrir að vera á hundrað allan tíman sem hún er á sviði og það í háum hælum trúir lesendum fyrir því að heima séu það flatbotna skór og þægindi sem gilda.

Heimild: en24 News

SHARE