Nú reimum við á okkur dansskóna og skellum okkur á Djúpavog í apríl næstkomandi.

Samkvæmt fréttum af Djupivogur.is hafa hvorki meira né minna en Raggi Bjarna, Todmobile og Skonrokk boðað komu sína á Hammond hátíðina.
Búið var að gefa út áður að boðið yrði upp á Skonrokk á föstudeginum. Á laugardeginum mun hin goðsagnakennda hljómsveit Todmobile stíga á svið og á lokatónleikum hátíðarinnar, á sunnudegi í Djúpavogskirkju, verður enginn annar en Ragnar Bjarnason, sem fagnar 80 ára afmæli á árinu. Með honum verða Hammond leikarinn Jón Ólafsson og bassaleikarinn Róbert Þórhallsson.
Hammond hátíð útilokar ekki að fleiri atriði kunni að bætast við ofantalda tónleika.

Fimmtudagurinn verður nánar auglýstur síðar. Þá verður hljómsveit Tónlistarskóla FÍH einnig kynnt til leiks þegar nær dregur en frábær frammistaða Gaukshreiðursins, fulltrúa FÍH í fyrra, er mörgum í fersku minni.

Miðasala hefst laugardaginn 15. febrúar á midi.is
Fylgist með framvindu á heimasíðu Hammondhátíðar og Facebooksíðu Hammondhátíðar.

SHARE