Ofurfyrirsætan Tyra Banks eignaðist sitt fyrsta barn með sænska kærastanum sínum Erik Asla á miðvikudaginn. Tyra og Erik eignuðust strák en Americas Next Top Model þáttastjórnandinn sagði að þetta væri kraftaverkabarn.
Sjá einnig: Á í erfiðleikum með að verða ólétt en hefur ekki misst vonina
Fyrirsætan setti mynd af pínulítilli húfu á Instagram og skrifaði undir:
Besta gjöf sem höfum beðið og unnið svo mikið fyrir er loksins hér. Hann er með mína fingur og mín augu og munninn og kinnarnar hans Erik. Á sama tíma og við þökkum englakonunni sem gekk með kraftaverkabarnið fyrir okkur, biðjum fyrir öllum þeim sem eiga í erfiðleikum að ná þessu markmiði. Velkominn í heiminn York Banks Asla.
Sjá einnig: Innlit í íbúð Tyru Banks á Manhattan
Síðasta sumar tjáði Tyra sig um erfiðleikana við að reyna að eignast barn með hjálp glasafrjóvgunar síðustu ár. Hún sagði einnig að hún hafi gert þau mistök að fresta þessu alltaf lengur og lengur og á endanum runnið út á tíma.
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.