Unglingar og ást – Ung stúlka skrifar einlægt bréf um ástarsorg

Við fengum bréf frá ungri stúlku sem lenti í ástarsorg:

Ég er bara venjuleg stelpa, bý í fallegum bæ og lifi heilbrigðu lífi þó að sögn annarra var ég frekar furðuleg manneskja. Ég á yndislegar vinkonur og æðislega fjölskyldu sem hafa stutt mig í gegnum súrt og sætt. Á tímapunkti seint í nóvember kynntist ég strák, ég hafði þó lítinn áhuga á honum en fannst hann mjög sætur. Vinkonur mínar voru búnar að fá mig til kyssa hann þó margir aðrir vöruðu mig við honum. Snemma í desember var ég komin með mikinn áhuga á honum og mér leið mjög vel í kringum hann. Hann sagði mér oft hvað ég væri falleg, að hann væri að pæla í mér og að honum liði vel í kringum mig. Í heimsku minni trúði ég þessu og var alveg í skýjunum í hvert skipti sem hann sagði eitthvað svona fallegt við mig.

Við vorum búin að þekkjast í stuttan tíma en það var eitthvað við hann þó ég sýndi það lítið sem ekkert meðan hann gerði allt til að sýna mér hversu mikilvæg ég væri. Seinna leið á mánuðinn og ég var komin í jólafrí, ég kyssti annan strák sem ég sá eftir því, við vorum að tala saman. Það var þó vitleysa í mér að sjá svona eftir því atviki þar sem hann sjálfur gerði það sama á verri hátt. Hann var að reyna við aðrar stelpur án þess að ég vissi.

Á milli jól og nýárs fékk rosalega fallega ræðu frá honum sem gerði mig alveg dofna, ég var svo ánægð og mér leið svo rosalega vel að ég trúði ekki að ég af öllum væri að fá eitthvern svona sætan. Eftir nýársdag hitti ég hann með vinkonu minni en ekkert gerðist þá, en næsta dag hitti ég hann og hann kyssti mig og hann segir þá við vinkonu mína að við séum byrjuð að hittast, ég var alsæl með það og mér leið alveg rosalega vel þó ég sýndi það svo lítið að ég sé eftir því í dag. Ég var oft með honum, hitti hann nánast á hverjum degi og það má segja að ég væri farin að falla alveg rosalega fyrir honum að ég var smám saman farin að elska hann.

Hann taldi mér trú um það að hann myndi aldrei fara frá mér og hann myndi aldrei særa mig, ég var rosalega ánægð að heyra það og ákvað að trúa því þar sem hann var alveg yndislegur og æðislegur í alla staði. Það var endalaust góð tilfinning þegar hann tók utan um mig og knúsaði mig, kreisti mig og kyssti mig svo.. það var uppáhaldið mitt.

Það var þó vandamál með þetta, fjölskyldu minni og vinum mínum var alveg rosalega illa við þennan strák. Það var frekar erfitt fyrir mig en alltaf sagði ég við þau að ég vildi hann ekki svo þau myndu hætta að væla í mér, það virkaði en ekki í langan tíma. Á hverjum degi fékk ég að heyra ýmsa leiðinlega hluti um hann og hann átti oft að hafa sagt rosalega leiðinlega hluti um mig, það var nú ekki skemmtilegt og í hvert skipti varð ég smá reið. Hann var mér svo mikið, ég elskaði hann á þessum stutta tíma. Hann var það besta sem hafði komið fyrir mig, og smám saman var áhuginn hjá honum að fara. Ég vissi ekki af því fyrr en seint og síðar meir þegar hann segir mér að þetta sé ekki að ganga. Þá fékk ég ýmislegt í gegnum hugann minn, fyrsta skiptið sem við kysstumst, þegar hann sagðist elska mig eða í öll þau skipti sem við vorum saman og lágum bara að tala saman um allt og ekkert.

Í hvert skipti sem eitthver sagði neikvæða hluti um hann þá átti ég það til að fyllast af reiði og hella mér yfir manneskjuna sem var ekki þess virði þar sem daginn í dag þá er hann að hitta aðrar stelpur og hefur gleymt mér. Það var sárt að nánast horfa á eftir honum yfirgefa mig og úr lífi mínu, en það sem særir meira er að muna það að hann lofaði að fara aldrei sem ég trúði svo innilega. Á því tímabili þegar við vorum að hittast þá hringdi hann oft í mig og bað mig að hitta sig, ég var alltaf til í það. Mér leist illa á það þegar ég vissi að hann væri með vinum sínum og eitthverjum „flottum“ stelpum eins og hann vildi orða það, ég varð nú smá öfundsjúk þó hann væri búinn að telja mér trú um að hann vildi bara mig, heimskinginn ég að trúa því. Það sorglega við þetta er að ég gerði mér grein fyrir því á síðustu dögum að hann vildi með öllum líkindum bara kynlíf þó hann hafi gengið langt með að kynna mig fyrir sinni fjölskyldu og vinum, þá sögðu vinir mínir að það væri bara cover svo ég myndi sem fyrst stunda kynlíf með honum.

Mé fannst það lágkúrulegt og vildi nú alls ekki láta ráðskast með mig en ég elskaði hann og það besta sem ég vissi um var að vera í peysunni hans og halda utan um hann, fá kossa á hálsinn og knús að aftan. Það var eitthvað við hann sem gaf mér tilgang í lífið mitt. Ég var ung og vitlaus en hjartað mitt var heltekið af strák sem leikur sér að tilfinningum annarra. Hann kom illa fram við mig og systkini mín tóku meira eftir því heldur en ég gerði. Þegar við vorum að tala saman fannst mér allt vera fullkomið, ég var líflegri og hafði ekki grátið yfir strák.. aldrei. En þegar einn daginn ákveður hann að enda allt á milli okkar, hann bókstaflega lokaði á mig og talaði lítið sem ekkert við mig, sagði leiðinlega hluti og gaf skít í mig. Þá brotnaði ég niður, ég hágrét og gat ekki séð hvað ég gerði rangt.

Það er algjör vitleysa í fólki þegar þau segja að unglingar vita ekki hvað það er að elska, af eigin reynslu veit ég hvernig það er að verða í sorg útaf ástinni og get vel sagt ykkur öllum að krakkar á þessum aldri geta elskað manneskju af hinu kyninu svo heitt að það stingur í hjartað og fær mann til að gráta þegar maður hugsar útí það að ekkert verði meira á milli manns. Þetta var fyrsta skipti sem ég varð alvöru hrifin af strák, það leið ekki einn dagur án þess að ég minntist á hann eða talaði um hann. Það besta við hann var að við vorum eins og bestu vinir þegar við vorum saman. Ég átti mjög erfitt með að komast yfir hann þar til ég var farin að fá athygli frá einum öðrum rosalega sætum strák sem mér leist rosalega vel á. Þá byrjaði strákurinn sem ég elskaði/elska að spurja mig hvort ég nennti að hitta hann, ég varð auðvitað rosalega glöð og samþykkti það. Svo segir hann við mig í skilaboðum að hann vilji reyna aftur, ég varð rosalega ánægð og brosti rosalega meðan ég sendi honum spurningu um hvort hann væri að meina þetta en ég fékk ekkert svar þar til næsta dag þá sendi hann mér að hann vildi það ekki því hann væri yfir sig hrifinn af annarri stelpu. Í rauninni var ég orðlaus, afhverju var þetta að gerast við mig.

Ég reyndi mitt besta að gleyma þessum strák sem hafði gjörsamlega brotið mig niður, ég reyndi að gefa skít í hann og ég var eitthvað byrjuð að tala við annan strák sem sagðist hafa áhuga á mér. Þið vitið örugglega öll hvernig það er að vera hrifin á þessum aldri. Það getur verið algjör martröð en líka það besta sem maður getur ímyndað sér. Öllum mínum vinkonum gengur vel í svona málum meðan ég er hér í endalausu veseni með að reyna komast yfir strák. Afhverju gerði hann mér þetta, hvað gerði ég rangt? Þessi heimur er fullur af vonbrigðum þó lífið sé oft alveg rosalega ánægjulegt því við eigum flest okkar góða fjölskyldu sem styður þig í gegnum erfiða og góða tíma. Það er ekkert skemmtilegt við það að horfa á eftir strák sem var manni svo mikið elska eitthverja aðra stelpu meðan þú getur ekki annað gert en að hugsa um hana, allt minnir þig á hann og þú ert stanslaust að bíða eftir því að hann komi aftur til þín þó innst inni þá veistu að það mun aldrei gerast. Eða þessi niðurbrjótandi dagar þegar þú gerir ekkert nema sitja heima hjá þér í tölvunni, hlusta á lög sem minna þig á hann, hugsa til hans og minnast alla góðu tímana. Þegar ég lendi í því þá langar mér að pakka hlutunum mínum niður og fara á stað lengst í burtu. Það er ótrúlegt hvað ein manneskja, eða einn strákur getur haft mikil áhrif á þig svona ung að aldri.

Til mikillar furðu þá get ég enn þann daginn í dag ekki fundið galla við hann þar sem ég sé ekkert slæmt, þó hann hafi komið illa fram, talað við aðrar stelpur og logið uppá mig sem honum fannst greinilega bara venjulegt rétt eins og að anda. Ég man alltaf eftir því þegar við kysstumst í fyrsta skipti og hann hélt mér þétt að sér og hvíslaði að mér að honum litist á mig, það var byrjun á tímabili sem er núna búið. Ég ætla að segja þetta gott en vildi koma á framfæri að á þessum aldrei getur ástin sært og þú getur verið í algjöru fangelsi þegar eitthver manneskja hefur eignað sér allt lífið þitt. Það eina sem maður gerir er að hugsa til þessarar manneskju og vonast alltaf til að hún/hann hringi bara til að tala.

Takk fyrir mig, nú vitið þið þó fyrir víst að krakkar á þessum aldri vita vel hvað ást er, til ykkar sem segið að ást er ekkert fyrir krakka á þessum aldrei. Bless 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here