Var sagt að sætta sig við hlutverk feitu stelpunnar

Kate Winslet (40) mætti stórglæsileg á Bafta verðlaunahátíðina og tók á móti verðlaunum fyrir bestu leikkonuna í aukahlutverki. Í þakkarræðu sinni talar Kate um að þegar hún hafi verið 14 ára gömul hafi leiklistarkennarinn hennar sagt við hana að hún mætti gera ráð fyrir því að hún yrði aðeins valin í hlutverk feitu leikkonunnar í framtíðinni.

Sjá einnig: Kate Winslet: Geislaði á frumsýningu Steve Jobs

Kate var alls ekki sátt við þá skoðun kennara síns og varð því harðákveðin í því að afsanna þau tilmæli og berjast áfram á eftir draumum sínum og sér hún alls ekki eftir því í dag.

Ég hélt áfram þar til að ég komst yfir ótta minn og ég komst yfir óöryggi mitt.

Sjá einnig: „Börnin mín búa hjá mér og þannig er það!!“ – Kate Winslet á 3 barnsfeður

31347E7500000578-0-image-a-34_1455477039832

Alltaf glæsileg: Kate klæddist kjól frá Antonia Berardi og fegurðin geislaði af henni þar sem hún stilti sér upp fyrir myndavélarnar á rauða dreglinum.

Sjá einnig: 10 dýrustu kjólarnir sem sést hafa á Óskarsverðlaunahátíðinni

31352E8C00000578-3446922-image-a-36_1455482495396

31368D2300000578-3446922-image-a-2_1455493558943

3134682100000578-0-image-m-4_1455475905641

SHARE