Ashley Benson er að margra mati öfundsverð stórstjarna sem geislar af fegurð og þokka. Það er þó ekki alltaf tekið út með sældinni að vera Hollywood-stjarna og lifa og hrærast í iðnaði sem þekktur er fyrir útlitsdýrkun, fitufordóma og firringu. Ashley, sem hvað flestir þekkja úr Pretty Little Liars, var í viðtali við tímaritið Ocean Drive nýlega og þar ræddi hún um pressuna sem fylgir því að vera kona í Hollywood.

Ég fór í áheyrnarprufu fyrir stuttu þar sem mér var sagt að ég væri of feit fyrir umrætt hlutverk. Ég fór að sjálfsögðu að hágrenja en áttaði mig svo á að ég yrði einfaldlega að hrista þetta af mér. Að taka svona athugasemdir nærri sér getur verið stórhættulegt og ýtt undir átröskunarsjúkdóma.

2FCBBBAE00000578-0-image-m-27_1451936285427

 

2FCBBBAA00000578-3384327-Slim_as_can_be_The_actress_is_never_shy_about_flaunting_her_envi-m-11_1451939096509

Sjá einnig: Fegurðin kemur að innan: ,,Maki minn er fullkominn eins og hann er“

Í viðtalinu segir Ashley einnig að í þessum bransa sé nauðsynlegt að vera með þykkan skráp.

Þú verður að læra að taka svona athugasemdir ekki nærri þér. Það þýðir ekkert annað en að þróa með sér þykkan skráp, annars hefur þú ekkert í þennan bransa að gera.

2FCBA40800000578-0-image-a-15_1451936096736

SHARE