Vefjur með krydduðu nautakjöti og baunum – Uppskrift

Vefjur með vel krydduðu nautakjöti og baunum 

 

Efni  (ætlað fyrir 6)

 • 450 gr.nautahakk
 • Stórt glas (450gr.) salsa
 • 2 bollar soðin hrísgrjón
 • 450 gr. soðnar pinto baunir
 • 2 bollar rifinn ostur
 • 12   tortillur
 • 1/4 bolli sýrður rjómi

Aðferð

 1. Hitið ofninn upp í 180˚C.
 2. Steikið kjötið á stórri pönnu við frekar hægan hita.
 3. Bætið helming af salsa saman við kjötið. Látið krauma í 5 mín.
 4. Bætið grjónum út í. Látið krauma þar til vökvinn er horfinn (u.þ.b. 10 mín).
 5. Bætið baunum út í og látið enn krauma.
 6. Takið pönnuna af hitanum og hrærið 1 bolla af osti saman við.
 7. Hitið tortillur í örbylgjuofni þar til þær eru mjúkar.
 8. Setjið fyllingu á hverja köku, rúllið upp.
 9. Setjið vefjurnar á eldfast fat.
 10. Setjið afganginn af salsa yfir vefjurnar.
 11. Lokið með álpappír og bakið í 30 mín.
 12. Skreytið með sýrðum rjóma.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here