Vekur athygli á því að sortuæxli geta myndast á þeim stöðum sem þig síst grunar

Melanie Williams er 36 ára gömul móðir sem greindist með sortuæxli á þumalfingri sínum nýlega. Hana hafði ekki grunað að um æxli væri að ræða og hélt því að þetta væri sveppasýking eða varta. Henni var skiljanlega mjög brugðið við greiningu læknanna en segir þó að hún sé ekki að vekja athygli á greiningu sinni til þess að fá samúð, heldur vilji hún velja athygli á því að sortuæxli geta myndast á hinum ólíklegustu stöðum. Melanie vill vekja fólk til umhugsunar um alvarleika meinsins.

Sortuæxli eiga upptök sín í litafrumum húðarinnar, þó kemur það örsjaldan fyrir að þau vaxi út frá lithimnu augans. Þau byrja yfirleitt í fæðingarblettum og geta útfjólubláir geislar stuðlað að myndun illkynja æxla. Algengara er að fólk frá sólríkum löndum greinist með sortuæxli en greining þessa húðkrabbameins hefur aukist verulega hér á landi undanfarin ár.

Hægt er að fjarlægja sortuæxli en ef það hefur náð að dreifa sér til eitla og síðan til líffæra og myndað meinvörp, getur það verið banvænt. Ef slíkt mein greinist hjá einstaklingi, mun viðkomandi þurfa að gangast undir lyfjameðferð.

Sem betur fer var Melanie heppin, því æxlið hafði ekki náð að dreifa sér og mun hún gangast undir skurðaðgerð til að láta fjarlægja sortuæxlið, ásamt helmingnum af þumalfingrinum.

2A9F131500000578-3165245-image-a-57_1437133682140

Melanie er heppin af þurfa einungis að láta fjarlægja hálfan fingurinn, sem mun bjarga lífi hennar.

 

Sjá einnig: Húðkrabbamein, ljósabekkir og sól

Sortuæxli geta verið mjög alvarleg. Ekki eru allir svo heppnir að sleppa með að fara einungis í aðgerð til að láta fjarlægja fæðingarblettinn. Farið varlega í sólinni og látið kanna alla grunsamlega fæðingarbletti. Eins ef þú ert með mikið að fæðingarblettum, þá er nauðsynlegt að fara í reglulega skoðun til að athuga hvort ekki sé allt með felldu.

SHARE