Við þurfum meiri innri frið: Höfum þetta hugfast

Við finnum öll fyrir atriðum í lífinu okkar sem trufla friðinn innra með okkur, sérstaklega þegar við erum að þroskast. Stundum er það partur af því sem við þurfum að læra til að þroskast, en stundum dveljum við lengi á vandamálum sem tefja okkur og kemur það í veg fyrir að við náum að vera fyllilega hamingjusöm. Við gætum átt það til að dvelja á vandamálum, reiðast auðveldlega, eða hafa hugsanir sem skaða okkur. Einnig getur það komið fyrir að afleiðingar slíkrar vanlíðunar, gæti orksakað andleg veikindi.

Það er ekkert óeðlilegt við það að finna til neikvæðra tilfinninga, en ef maður staldrar of lengi við, gæti það haft skaðleg áhrif á okkur. Best er að taka sér tíma og draga inn andann og reyna að koma að jákvæðum hugsunum í staðinn. Við verðum að muna það líka að líðan okkar getur haft áhrif á aðra, hvort sem það er á neikvæðan eða jákvæðan máta.
Það er mikilvægt fyrir okkur að vera vel tengd við tilfinningar okkar til að finna fyrir innri frið.  Það að vera stanslaust stressaður, reiður, leiður, afbrýðisamur eða hafa aðrar neikvæðar tilfinningar, er ójafnvægi í sjálfu sér ef það stendur yfir í langan tíma. Við áttum okkur ekki alltaf á þessu, fyrr en það er farið að hafa andleg og líkamleg áhrif á okkur. Því miður getur samfélagið, samfélagsmiðlar og almennt ytra áreiti ýtt undir þessa líðan.
Raunin er sú að við höfum meiri stjórn á okkar líðan en við höldum og hér eru nokkur atriði sem geta hjálpað þér að vera meðvitaðri um líðan þína.
Why-Are-You-Sad001
Sjá einnig: 8 atriði til að muna þegar þér finnst þú ekki vera nógu góð/góður

1. Að eiga erfitt með að fyrirgefa:

Þegar við eigum erfitt með að fyrirgefa öðrum, er það yfirleitt vegna þess að þau hafa sært okkur eða brotið traust okkar á þeim og lætur það okkur líða illa. Hugsaðu með þér “fyrirgefðu þeim, vegna þess að þau höfðu ekki visku til að vita á því að koma betur fram við mig. Ég fyrirgef þeim af því að ef ég geri það ekki, held ég áfram að særa sjálfa/n mig, sem gerir það að verkum að ég held áfram að vanvirða sjálfa/n mig, alveg eins og þau”
2. Verð/ur auðveldlega pirraður út af smámunum:
Ef við verðum auðveldlega pirruð, bendir það oft til þess að undir niðri erum við í raun reið eða leið. Við gætum verið að halda í reiði eða vonbrigði úr fortíðinni, sem við höfum ekki getað sleppt tökunum á. Lífið er of stutt til að halda í reiði, því það gæti valdið annars óþarfa stressi, sem fer ekki vel með okkur. Að vera sífellt pirraður er oft óleystum neikvæðum tilfinningum að kenna. Ef við erum fyllilega heiðarleg við okkur sjálf og sættum okkur við nútíðina okkar, þá vinnum við betur úr því sem gerist í lífi okkar, bæði því góða og slæma.

2. Leiði og þunglyndi:
Lífið er ekki alltaf dans á rósum, heldur er það rússíbanaferð af tilfinningum og við förum upp og niður og í hringi. Sumt er erfiðara að takast á við en annað. Auðvitað koma tímar sem við komumst ekki hjá því að vera leið, en það getur haft neikvæðar afleiðingar á líf þitt ef þú ert meira niðri en hitt. Það dregur okkur niður að staldra of lengi við í neikvæðum hugsunum og gæti það orksakað þunglyndi. Vissulega gætu lyf hjálpað manni að komast yfir erfiðasta hjallann en það er líka mikilvægt að reyna að temja sér jákvæðari sýn á lífið.
Sorg er aftur á móti mjög eðlileg, þegar þú missir einhvern sem þú elskar, en þegar þú nærð ekki að láta sárin gróa, getur það leitt til langtíma vanlíðunnar.

3. Átt það til að fá kvíða:
Áhyggjur er einna algengasta vandamál nútímans. Oftar en ekki er ýtt undir slíka vanlíðan eða það gæti verið lærð hegðun. Aðstæður samfélagsins eða fjölskylda hefur kennt okkur að hafa áhyggjur af til dæmis framtíðinni okkar, af börnunum okkar og  heilsu.
Við erum oftar áhyggjufull um eitthvað, sem hefur í raun engar stoðir undir sér, svo við eyðum of miklum tíma í stress og kvíða, sem fer illa með okkar andlegu og líkamlegu heilsu. Það gæti verið að við byrjum að vera kvíðin út af einhverju sem verður til þess að við verðum kvíðin yfir öðru og við missum innra jafnvægið okkar. Munum að líðan okkar getur haft áhrif á aðra.

4. Að dæma aðra:
Að hugsa með sér “ég skil ekki hvers vegna þau haga sér eða hugsa ekki eins og ég”. Við höfum yfirleitt ekki nægar upplýsingar um viðkomandi eða skilning á aðstæðum annarra til að vera hæf til að dæma þeirra gjörðir eða hvernig þau eru almennt. Gott væri að hugsa með sér að þó þú sért ekki samþykkur gjörðum þeirra er það skiljanlegt því þú hefur ekki gengið í þeirra fótspor.
Við eigum það til að dæma aðra á neikæðan máta. Við berum okkur stanslaust við aðra í huga okkar og reynum oft að réttlæta það fyrir okkur,  því þau séu betri en við að einhverju leiti. Veljum vel það sem við dæmum aðra fyrir og sýnum meiri samkennd og samúð. Stígum aðeins út fyrir aðstæðurnar og skoðum stærri myndina, það lætur okkur líða betur sjálfum.

5. Afbrýðisemi:
Það er óhollt fyrir okkur að finna til afbrýðisemi. Gott er að átta sig fyllilega á því að þó svo að einhver hafi það betra en þú eða hafi áorkað meiru en þú að það var alls ekki á þinn kostnað. Það hefur ekki uppbyggileg áhrif á okkur ef við einblíum á það hversu gott allir aðrir hafa það.
Við gætum átt það til að tala illa um annað fólk svo það viti ekki til. Að slúðra um annað fólk er oftar en ekki byggt á óhaldbærri afbrýðisemi. Snúum frekar afbrýðisemi í hvatningu og notum það sem okkur finnst aðdáunarvert við aðra einstaklinga sem hvatningu til þess að standa okkur betur og gera okkur að þeim sem okkur langar til að vera.

6. Að halda í samviskubit:
Ef samviskan nagar okkur lengi yfir mistökum sem við gerðum í fortíðinni erum við að bera með okkur bagga. Okkur er ætlað að læra af mistökum okkar, frekar en bera með okkur vanlíðan. Við gerum oft mistök og þau hafa yfirleitt meiri áhrif á okkur en aðra sem við koma máli. Sektarkennd hjálpar okkur þó til að átta okkur á því að það sem við gerum snertir samviskuna okkar, sem skömm og eftirsjá, en við verðum að sjá til þess að það sé bara tímabundið.
Gott er að hafa það sem viðmið, að það sem við gerðum, lærðum við af. Nota það sem uppbyggingu fyrir þig og læra að fyrirgefa sjálfum þér, sem er lykillinn í því að geta haldið áfram lífinu okkar.

7. Að móðgast oft:
Stundum móðgumst við, sem er fullkomlega eðlilegur hlutur. En hvers vegna að særa okkur sjálf með því sem aðrir segja eða gera okkur. Það endurspeglar viðkomandi en ekki þig.  Ef við látum stjórnast af öðrum í samfélaginu, veldur það vissulega vanlíðan, því það munu alltaf vera einhverjir sem munu móðga þig eða særa.
Kenndu ekki örðum um það hvernig þér líður, því með því ert þú að reyna að sleppa því að taka ábyrgð á þínum innri friði. Að kenna öðrum um þína vanlíðan, ert þú að gefa þeim stjórnina á líðan þinni. Þú munt koma til með að finna fyrir meira frelsi þegar þú tekur fulla ábyrgð á þér.

8 Annað:
Það eru mörg atriði sem reyna að stýra okkur frá því að vera sátt við lífið okkar og raska friðinum inn í okkur. Það er bara þannig að við lifum í þannig samfélögum að við erum ekki að hugsa nógu vel um okkur sjálf, þó að maður haldi sig vera að gera það. Samfélagið í dag hefur valdið því að við erum svo ótengd við okkur sjálf. Samfélagsmiðlar, viðmiðanir, óraunhæf markmið og veruleikafirring taka okkur úr sambandi við okkur sjálf og við missum hugann af því hvað virkilega skiptir máli í lífinu. Okkur á að líða vel, án kvíða, streitu, vanlíðunar, samviskubits, afbrýðisemi. Verum hér og nú og þökkum fyrir það sem við eigum og látum ekki það sem aðrir eiga vera okkar viðmið í lífinu. Yfirleitt stjórnum við sjálf hvernig okkur líður og hvernig við tökum á hlutunum, gott er að hafa þessi atriði hugföst.
SHARE