Viðskiptavinir athugið

Kæru Íslendingar.
Ég er kassastarfsmaður í ónefndri verslun á höfuðborgarsvæðinu og tel mig vera kurteisa, vingjarnlega og með ríka þjónustulund.
Sorglegt er að sjá viðmót margra Íslendinga við kassastarfsfólk. Tekur ekki undir þegar því er boðið góðan daginn, neitar að læra á posann, þakkar ekki fyrir sig og það sem verst er, talar í símann meðan á afgreiðslu stendur.
Við þurfum að taka á móti þvílíkum fantaskap á degi hverjum. Posi er ekki flókið fyrirbæri. Góðan daginn, takk fyrir og nei takk eru sjálfsögð kurteisi. Sími er ekki partur af afgreiðslu. Ef þú virðir mig ekki viðlits finnst mér ég ekki þurfa þess heldur. Að sjálfsögðu koma upp neyðartilvik, en oft lætur það fólk okkur vita og biðst afsökunar. Ekki málið, takk fyrir að láta mig vita.
Ef vara er vitlaust merkt færðu hana að sjálfsögðu á hilluverði. Ef þú ert að skoða vitlausa vöru er það ekki í boði. Ég sé ekki um útstillingar en ég bið þig innilega afsökunar á mistökum.
Í raun og veru vil ég segja þér, kæri viðskiptavinur: Ég er líka manneskja. Komdu fram við mig eins og þú vilt að ég komi fram við þig (sem ég og geri).
Ég vil taka fram að upp til hópa erum við Íslendingar með grunnkurteisina á hreinu. Þessu er beint til þeirra sem urðu á mis við þá kennslu.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here