Nú getur þú átt möguleika að verða andlit Marc by Marc Jacobs. Victoria Beckham, Miley Cyrus og Fanning systurnar eiga allar það sameiginlegt að hafa verið módel fyrir auglýsingaherferðir tískurisans. Marc leitar nú nýrra leiða og fremur óhefðbundinna leiða til þess að finna módel.

Tískuhúsið birti á heimasíðu sinni Marcjacobs.com frétt um leikinn en hann mun standa yfir dagana 3. apríl til 9. apríl. Til að taka þátt þarf að taka mynd af sjálfum sér og birta á annað hvort Instagram eða Twitter með því að setja #castmemarc inn í textann með myndinni.
Myndatakan fyrir auglýsingaherferðin mun eiga sér stað dagana 30. apríl til 1. maí í New York. Marc Jacobs taka þátt í einhverjum flugkostnaði en ráðlagt er að keppendur kynni sér vel reglurnar áður en tekið er þátt.

 

SHARE