Mér finnst svo gaman að fylgjast með hvað vinkonur mínar eru að gera.  Ein þeirra er að koma úr fæðingarorlofi, ákvað öllum að óvörum að hætta í vinnunni og skrá sig í nám í snyrtifræði!  Ég gat nú ekki annað en hugsað „Guð almáttugur“  konan er biluð, komin yfir þrítugt og 2 börn á heimili, fara að hella sér í nám og taka námslán.  En ég fékk góða rökfærslu fyrir þessu hjá henni.  Lífið er stutt og maður verður að mennta sig í því sem manni langar til að starfa við í framtíðinni.  Góður punktur!   En haldið ykkur nú fast, hún hvatti mig til þess að sækja um líka.  Á þessum tímapunkti er ég farin að halda að hún sé farin að halla sér aðeins að moet flöskunni og það með röri.  En í forvitni minni ákvað ég að skoða þetta aðeins hvað þessi elska er að fara útí og vona að hún fyrirgefi mér að vera hnýsast svona.  Þetta fann ég út sem Gurrý er að fara útí:

sny

 

Námið er viðurkennt af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu og er lánshæft hjá LÍN.  Kennarar skólans leggi metnað í að beita fjölbreyttum og skapandi kennsluháttum.  Námið er til undirbúnings fyrir sveinspróf.

búningur[7]

Gurrý fær „skólabúning“ slopp, bol og leggins.

22piecebrushset_open

vörur make up

taska

Ég las að nemendur fá þessar glæsilegu vörur, burstasett, MAKE UP FOR EVER snyrtivörur og þessa sniðugu tösku sem ég gæti nú alveg nýtt í skipalagið á heimilinu!

alv

Núna erum við að tala saman Gurrý, þetta er alvöru græja sem þú ert að fara læra á.  Mér finnst þetta vera sniðug hugmynd hjá þér að skella þér í þetta.  Sé að þú ferð í vettvangsferðir, tínir jurtir til að nota í meðferðum.  En það er ekki eins og þegar þú skokkaðir út upp í sumarbústað og tíndir einhverjar jurtir til að setja á fiskinn okkar og skemmdir hann!

Elsku vinkona, ég óska þér til hamingju með þessa ákvörðun,  Eins og þú segir

það er aldrei of seint að fara læra eitthvað nýtt og láta drauminn rætast

Vona að þær hjá Beauty Academy fyrirgefi mér að nota myndefnið þeirra.  En ég bíð spennt eftir að komast í smá trít til þín að náminu loknu elsku Gurrý.

 

SHARE