Nú erum við flest nokkuð virk í notkun internetsins, ungir krakkar verða sí yngri og eldra fólkið er alltaf að læra betur og betur á tæknina.
Það að vera virkur í athugasemdum er eitt og sér ekkert slæmt, það er að segja ef fólk getur tjáð sig á málefnalegum nótum og á fallegan hátt. Sagt skoðanir sínar án þess að særa eða meiða sál annarra manneskju.
Það eru ákveðnar manneskjur og hreinlega alltof margar sem láta útúr sér ljót ummæli um fólk á netinu, eins og ég segi ,,fólk‘‘ þetta er einmitt fólk og allt fólk sem ég þekki hefur tilfinningar, það er hægt að særa og brjóta niður allar sálir með misjöfnum hætti.
Vissulega erum við mis sterk á andlegu hliðinni en skiptir það máli?

Er ásættanlegt að láta útúr sér niðurbrjótandi ummæli um aðra manneskju?
þér finnst hún kannski agalega glötuð og hrikalega asnaleg en er það eðlilegt að þú segir það óspurð/ur á netinu?
Þessi manneskja á bókað fólk í kringum sig sem þykir vænt um hana, fjölskyldu og vini.

Sumir segja að manneskjan sem um er rætt og þá yfirleitt í fjölmiðlum bjóði uppá þetta, hún verði að taka því að fá allavega athugasemdum á sig, þannig virki þetta, er það eðlilegt?
Það er varla eðlilegt og ekki undir neinum kringumstæðum að fólk fái að sjá það á netinu að aðrir bókstaflega hrauni yfir það á persónulegan hátt og um útlit fólks.

Sem betur fer erum við öll misjöfn, við erum að gera misjafna hluti í lífinu, ekkert okkar hugsar eins og við höfum sitthvora söguna á bakinu, atburðir og annað sem við lendum í sem hefur mótað líf okkar.
Það er svo merkilegt með það að dæma fólk fyrirfram, oftar en ekki hef ég að minnsta kosti rekið mig á það að manneskjan sem ég hafði dæmt á einhvern hátt er alls ekki eins og ég hafði ímyndað mér hana. Hún hefur jafnvel frá mjög merkilegum hlutum að segja og hefur lent í lífsreynslu sem mér hafði hreinlega ekki dottið í hug og oftar en ekki frábær manneskja þegar maður gefur henni séns, frábær á sinn hátt allavega.

Ljót ummæli um fólk sýnir ekkert annað en hvað býr í okkur sjálfum, það að ráðast persónulega á manneskju sem er jafnvel, móðir, systir, sonur, frændi eða afi einhvers er ekki ásættanlegt.
Manneskja sem ræðst á fólk persónulega eða reynir með einhverjum hætti að skemma mannorð eða verk einhvers er hreinlega ekki í lagi.
Oftar en ekki er þetta háfullorðið fólk.
Líður fólki vel eftir slíkar athugasemdir eða er því alveg sama? Er það orðið svo sárt og biturt út í eigið líf að því er farið að líða vel með þessa hegðun?

Ég dáist að fólki sem getur séð eitthvað gott í hverri manneskju eða hverri umfjöllun um einhvern. Það tekur upp hanskann fyrir aðilann og snýr ljótu athugsemdunum yfir í eitthvað gott.
Ef við erum yfir höfuð að skrifa athugasemdir á netinu er þetta ekki manneskjan sem við viljum vera?
Manneskja sem deilir góðum og jákvæðum fréttum með hrósum og kærleik.
Nú ef okkur finnst einhver hrikalega glötuð manneskja eða einhver frétt ekki vera ,,frétt‘‘ að sleppa þá að deila henni eða skrifa athugasemd þar sem okkur finnst þetta hvort sem er ómerkilegar fregnir.

Ekki fyrir svo löngu sá ég umræðu undir grein um konu sem hafði fundið hamingjuna með nýjum manni sem er eitt og sér frábært, en segi ekki að það hafi verið nauðsýnlegur lestur en val hvers og eins hinsvegar. Hvernig er hægt að sjá leiðinlegan hlut í því að önnur manneskja verður ásfangin og hamingjusöm?
Athugasemdir undir greininni hinsvegar voru svo ljótar að ég fékk kökk í hálsinn (þessa manneskju þekki ég þó ekkert sjálf).
Það sem kom mér alveg útaf laginu var að sonur hennar skrifar undir og svarar fólkinu og segir hana vera bestu mömmu í heimi.
Hversu slæmt er það að unglingspiltur sé á netinu að lesa slík ummæli og ákveði að verja móðir sína fyrir ljótum athugasemdum frá almenninigi?
Sjálf hef ég persónulega reynslu og hef verið báðum megin við borðið, annarsvegar verið í umfjöllun og hinsvegar fjallað um aðra.
Vissulega fer það eftir blaðamanni hversu heiðalegur hann er, en til þess að ná til lesandans er oft notaðar fyrirsagnir sem gefa eitthvað neikvætt eða ,,asnalegt‘‘ til kynna. Viðtalið eða umfjöllunin er oft sett fram á hálf asnalegan hátt.
Ég hef aldrei tekið athugasemdir nærri mér nema í það skipti sem ég gekk með barn, það var hræðilegur tími sem hefði átt að vera svo yndislegur og var það fyrir utan áreiti.
Áreitið var svo mikið að ég svo gott sem lokaði mig af og fékk eitthvað sem nú er komið nafn yfir og kallast meðgöngu þunglyndi.
Veit ekki hversu oft ég grét í besta vini mínum sem stóð þétt við bakið á mér á þessum tíma.
Er ekki frekar umhugsunarvert að meðganga konu sem almennt er hamingjusöm og glöð sé eyðilögð gjörsamlega af fólki út í bæ?

Ég er ekki eindæmi því ég held að það hafi ótrúlega margir lent í þessu enda umfjöllun um Íslendinga um allt milli himins og jarðar.
Manneskja sem ég þekki vel fékk til að mynda taugaáfall vegna umfjöllunar á netinu um sig.
Blaðamenn og stjórnendur vefsíðna þurfa einnig að vera vakandi, grípa inní og eyða slíkum ummælum út, þetta þarf algerlega að herða því það eru greinilega þó nokkuð margir sem geta ekki verið frjálsir um netið nema einhver grípi inní.

Við erum misjöfn og öll frábær á okkar hátt, reynum að sjá það góða öllum.
Enginn bakgrunnur er eins, við sjáum ekki utan á fólki hverskonar lífi það lifir eða hverju það hefur lent í eða hvernig því líður.
Sýnum gott fordæmi fyrir afkomendur okkar og breytum þessum viðbjóði sem gengur um netið.
Höfum þetta í huga næst þegar við tjáum skoðanir okkar á annarri manneskju.
Verum jákvæð, sýnum kærleik og náunganum virðingu.

SHARE