Fékk standpínu í hjólreiðakeppni og var rekinn úr keppni

Gröðum strípaling var vísað úr alþjóðlegaleikum naktra hjólreiðamanna sökum stjórnlausrar standpínu nú um helgina. Maðurinn, sem fylltist hamslausum losta við rásmarkið og hjólaði af stað með stífan getnaðarlim, vakti viðbjóð og undrun annarra þáttakanda og svo fór að lokum að lögreglan handtók alsberan manninn.

Sjá einnig: 16 hlutir sem þú heyrir karlmann aldrei segja!

Hjólreiðamótið, sem ber einfaldlega nafnið World Naked Bike Ride, fór fram í Kent á Bretlandi nú um helgina en viðburðurinn er árlegur. Í viðtali við breska blaðið The Cambrigde News sagðist sjónvarvottur hafa verið sleginn af skelfingu:

Ég heyrði andköf í röðinni og ég sneri mér við – þetta var alveg hryllileg sjón. Það er alveg óhætt að segja að maðurinn hafi orðið alltof æstur og örvast kynferðislega í návist við nakið hjólreiðafólkið. Þetta var bara of mikið.

Stjórnendur tóku málið í sínar hendur, stöðvuðu hinn lostafulla hjólreiðamann, skikkuðu manninn í föt og kölluðu til lögregluaðstoðar gegnum talstöð.

Hann var orðinn mjög skömmustulegur á svip þegar lögreglan kom.

Manninum var beint afsíðis þar sem hann klæddi sig til fullnustu meðan aðrir þáttakendur héldu ferð sinni áfram, kviknaktir á reiðhjólum, í þeim tilgangi að vekja athygli á þeim hættum sem hjólreiðafólki stafar af bifreiðum í umferðinni.

nakedbike

Sjá einnig: 15 fjaðurmagnaðir og kviknaktir karlabossar

Á Facebook síðu viðburðarins mátti sjá opinbera lýsingu frá móthöldurum þar sem meðal annars sagði að mótið væri ekki haldið í þeim tilgangi að vekja losta hjá þáttakendum:

Við sættum okkur ekki við þessa hegðun og við tókum á atvikinu undir eins. Maðurinn var fjarlægður í upphafi móts, en við munum kalla til lögreglu og styðja við aðgerðir þeirra ef lostafullt athæfi lætur á sér kræla á nöktu hjólreiðaleikunum.

Þess má að lokum geta að reglur voru kynntar þáttakendum áður en leikar hófust, en þar kvað meðal annars skýrt á um að lostafullt athæfi væri með öllu bannað.

SHARE