Vöfflur úr sætum kartöflum með appelsínusmjöri – Uppskrift

Sætar kartöflur eru mjög auðugar að A og C vítamínum. Þegar maður fær sér svolítið appeslínusmjör með þeim þarf maður ekki að fá sér sýróp eða sultu líka. Það er þó auðvitað smekksatriði. Það er tilvalið að prófa þessa uppskrift um helgina!

Efni

  • 2 bollar hveiti
  • 1 matsk. lyftiduft
  • 1/2 tesk. gróft salt
  • 1/2 bolli púðursykur (þjappaður)
  • 1/2 tesk. kanill
  • 1/8 tesk. engifer
  • 1 1/4 bolli mjólk
  • 1/3 bolli sýróp
  • 1/2 sæt kartafla (soðin)
  • 1 stórt egg
  •  
  • Appelsínusmjör
  • 1/2 bolli mjúkt smjör
  • 1 tesk rifinn appelísínubörkur
  • 1 matsk. sykur

 

Aðferð

  • Blandið saman hveiti, lyftidufti, salti, púðursykri, kanil og engifer. Bætið mjólk, sýrópi, sætri kartöflu og eggi út í. Þeytið vel.
  • Bakið á vöfflujárni.
  • Látið smjör, sykur og appelsínubörk í hrærivélarskál og þeytið þar til það verður létt.
SHARE