Yngsti keppandi til að vinna Ólympíugull – Myndband

Hin 15 ára gamla Julia Lipnitksaia frá Rússlandi skráði sig á spjöld sögunnar á laugardaginn þegar hún hlaut gullverðlaun á Vetrarólympíuleikunum fyrir liðakeppni á listskautum. Hún er því yngsti keppandi til að hljóta gullverðlaun enda er stúlkan ekki nema 15 ára.
Julia byrjaði að skauta þegar hún var ekki nema fjögurra ára og hóf síðan þjálfun um átta ára aldurinn. Afrakstur áralangrar þjálfunar hefur svo sannarlega skilað sér því stúlkan hefur unnið til marga titla, ásamt því að skila glæsilegum árangri á sínum fyrstu Ólympíuleikum.

Hér er myndband af Juliu sína listir sínar.

http://www.youtube.com/watch?v=mx96OcUKpT0

SHARE