„Zombie Angelina Jolie“ sýnir alvöru andlit sitt eftir að hafa verið sleppt úr fangelsi

Hin Íranska „Zombie Angelina Jolie“ hefur opinberað raunverulegt andlit sitt eftir að henni var sleppt úr fangelsi. Hin 21 árs gamla Sahar Tabar hefur loksins afhjúpað sig eftir að hafa blekkt heiminn með furðulegu útliti sínu í nokkur ár.

Hún átti að hafa reynt að líkjast Tomb Raider stjörnunni Angelinu Jolie en var frekar líkt við „uppvakning“. Sögusagnir voru um að samfélagsmiðlastjarnan hefði gengist undir að minnsta kosti 50 skurðaðgerðir til að ná þessu furðulega útliti sem skilaði henni þúsundum fylgjenda. Hún var með hnífskarpa kjálkalínu, stórar varir og ískaldar bláar linsur. Eftir að hafa verið sleppt úr fangelsi birtist hún í sjónvarpsþætti þar sem hún sýndi raunverulegt útlit sitt.


Sahar eyddi 14 mánuðum á bak við lás og slá í Qarchak fangelsinu sem er þekkt sem „versta fangelsi“ Írans fyrir konur. Hún var handtekin í október 2019 fyrir meðal annars að guðlast og svik og pretti vegna uppátækja sinna á samfélagsmiðlum. Hin 21 árs gamla Sahar var upphaflega dæmd í 10 ára fangelsi en var látin laus vegna óeirða. Sahar – réttu nafni Fatemeh Khishvand – hefur nú viðurkennt að hún hafi aldrei gengist undir neina lýtaaðgerð til að líkjast Angelinu Jolie.

Þess í stað segir tölvusnillingurinn að hún hafi breytt myndum sínum í von um að öðlast heimsfrægð. „Það sem þú sást á Instagram voru farði og tölvubrellur sem ég notaði til að búa til myndirnar. Hún sagðist alltaf langaði að verða fræg síðan hún var barn og áttaði hún sig á því að netheimurinn væri auðveld leið. „Þetta var miklu auðveldara en að verða til dæmis leikari“ sagði Sahar.

Hún bætti við: „Ég er viss um að ég mun ekki einu sinni setja Instagram á símann minn núna, hvað þá að vera með Instagram síðu. Þessar photoshop myndir sem hún sannfærði heiminn um að væru að henni áttu bara að vera smá grín og það var aldrei ætlunin að reyna að líkjast Angelinu Jolie.

Hún lýsti yfir eftirsjá sinni yfir þessum hræðilegu myndum sínum eftir að hún var handtekin fyrir þremur árum. „Mamma var að segja mér að hætta, en ég hlustaði ekki. “Stundum geta orð ókunnugs manns eða vinar verið mikilvægari en orð foreldris.” Þrátt fyrir að Sahar hafi ekki rætt opinberlega um dvöl sína í fangelsinu, fullyrtu mannréttindasamtök að þar væri mikið af sjúkdómum, léleg hreinlætisaðstaða og mikið af pyndingum, morðum og nauðgunum. Fangar sem sakaðir eru um ofbeldisglæpi og kvenkyns pólitískir fangar eru allir í haldi í sama rýminu. Meira en 2.000 fangar eru í haldi í yfirfullu fangelsinu – og tveir þriðju þeirra væru ekki einu sinni með rúm. Fangar sem mótmæla skilyrðunum verða oft fyrir pyntingum og settir í einangrun.

SHARE