Matvöruverslun framtíðarinnar – engar pakkningar

Ljósmynd: frá heimasíðu original unverpackt

Tími var kominn á verslun af þessu tagi og eiga hinar þýsku stöllur og frumkvöðlar, Sara Wolf og Milena Glimbovski hrós skilið fyrir framtakið. En þær opnuðu matvöruverslunina, Original unverpackt í Berlín, fyrir skemmstu. Fleiri virðast vera á sama máli því þær hafa fengið gríðarlega jákvæð viðbrögð og hlotnast alþjóðlegir styrkir en verkefnið er þó aðallega fjármagnað af einkafjárfestum.

Hugmyndin að fyrirkomulagi verslunarinnar er fyrst og fremst sú að koma til móts við viðskiptavininn og umhverfið á sem hagkvæmastan máta með því að bjóða honum upp á að koma með fjölnota ílát að heiman sem hann getur látið fylla á í versluninni. Fyrir vikið er hægt að halda vöruverði niðri og engum umbúðum þarf að farga í náttúrunni.

Sara og Milena segjast einfaldlega hafa fengið sig fullsaddar af umbúðabrjálæðinu sem ríkir á Vesturlöndum. Þær segja jafnframt það óumflýjanlega staðreynd að sorplosun er nú þegar orðið vandamál og ef þróuninni verður ekki snúið við nægjanlega fljótt þá verður á endanum ekkert pláss eftir á jörðinni fyrir allt þetta sorp.



HÉR má heyra í Söru og Milenu kynna verkefnið á þýsku

Heimild: frétt frá higherperspective.com

SHARE