10 ára stúlka varð fyrir skoti þegar hún lá í rúmi sínu – Foreldrar hennar héldu að hún væri á blæðingum og fóru ekki með hana á spítala fyrr en eftir 5 klukkustundir

Tíu ára telpa varð fyrir skoti þar sem hún svaf í rúmi sínu. Foreldrarnir héldu að blóðið væri tíðablóð og sögðu henni að fara að sofa. 

 

 

Ungar stúlkur eru oft illa haldnar af túrverkjum og tíu ára telpan sem hér segir frá var sárþjáð í síðustu viku og kvartaði sáran við foreldra sína.

Foreldrarnir héldu að hún væri að byrja á blæðingum en í ljós kom að hún var með skotsár í rasskinninni.

Telpan lá sofandi í rúminu sínu í Hayword í Kaliforniu þegar hún varð fyrir skoti utan af götu. Faðir stúlkunnar sagðist hafa heyrt hávaða úti en ekki áttað sig á hvað um var að vera.

Þau búa í hverfi þar sem oft eru óeirðir og fólk kallar yfirleitt ekki lögregluna til þó að verið sé að skjóta úti á götu.

 

Skömmu eftir að foreldrarnir heyrðu hávaðann úti kom telpan fram og blæddi úr henni og hún kvartaði um sársauka. Foreldrar hennar og systir héldu að hún væri að byrja á blæðingum og henni var fengið dömubindi og sagt að fara aftur upp í. Um morguninn var hún enn mjög illa haldin.

Þá skoðuðu foreldrar hennar hana betur og sáu að hún var með skotsár. Henni var komið á sjúkrahús hið snarasta til að fá kúluna fjarlægða og gera að sárinu.

Lögreglan vill fá svör við því af hverju ekki var hringt og látið vita af skothríð fyrir utan húsið. „Við skiljum að fólkið sé hrætt en við þurfum að geta haft hendur í hári þessa fólks“.

 

Ekki er ljóst af hverju ráðist var að þessari fjölskyldu en hún verður ekki ákærð fyrir vanrækslu þó að ekki hafi strax verið farið með  telpuna  á sjúkrahús. Læknirinn sem gerði að sárinu segir að gatið eftir kúluna hafi verið svo lítið að alveg sé skiljanlegt að fólkið hafi ekki áttað sig á því.

 

 

 

 

 

 

SHARE