10 ástæður þess að það, að eiga ungt barn er eins og fangelsisvist

Birgur er sá er barnið geymir, segir máltækið! 

Mike Julianelle er faðir og bloggar mikið um barnið og uppeldi. Hann birti pistil á HuffingtonPost þar sem hann ber foreldrahlutverkið saman við fangelsisvist. Hann nefnir 10 ástæður þess að fangelsisvist líkist því að búa með ungu barni. Það verður látið liggja milli hluta hvort eitthvað sé til í þessu hjá honum en pistillinn er eflaust ekki skrifaður í fúlustu alvöru. Hér fyrir neðan eru atriðin sem hann taldi upp þýdd lauslega og heimfærð. Kannast þú við þetta? 

Ef þú ert foreldri ráða þarfir barnsins oft á tíðum hvernig degi þínum er háttað sérstaklega meðan barnið þitt er enn ungt.  

Þú getur þurft að fara heim með barnið þitt svo að það fái eftirmiðdagslúrinn eða koma því í rúmið áður en liðið er á kvöldið og þetta getur sett strik í reikninginn hjá þér. Yfirleitt er farsælla að vera bara heima með lítið barn en að lenda í uppákomum – einhvers staðar úti í bæ- af því að barnið er orðið allt of þreytt. Eigi að síður getur það verið þó nokkur áþján að vera „stofufangi“ yfir litlu barni.

Satt að segja er það dálítið skondið hvað margt í því að hugsa um lítil börn minnir mann á fangelsisvist.

 

Síðasta setningin er tilkomin af eftirfarandi ástæðum.

 

 • Maður getur ekkert gert án þess að fylgst sé með manni.

 

 • Það er öskrað á mann hvern einasta morgun að maður verði að fara á fætur.

 

 • Maður er alltaf dauðhræddur um að eitthvað hræðilegt gerist meðan maður er í sturtu.
 • Maður er alltaf hræddur um að einhver skríði upp í rúm hjá manni um miðja nótt.

 

 • Mikil spenna er í matartímanum.

 

 • Einhver fylgist alltaf með þér þegar þú ert á klósettinu.

 

 • Maður fær aldrei að velja myndina sem á að horfa á og svo heyrir maður ekki vegna hávaða og fyrirgangs.

 

 • Maður er alltaf dauðhræddur um að fá spörk eða maður verði bitinn og á mann verði ráðist með einhverju heimagerðu vopni.

 

 • Maður verður að smygla bannvöru- eins og áfengi, súkkulaði og dóti fyrir fullorðna inn – og njóta þess í laumi.

 

 • Hjónin eiga sér fáar stundir í einrúmi og þá sjaldan það tekst verða þau oft fyrir truflun.

 

EN: Að einu leyti er barnaumönnun ekki eins og fanglesisvist: 

 

 • Það eru verðlaun og ávinningur en ekki refsing ef maður er settur í einangrun.Þessu eru eflaust ekki allir sammála og sumir hafa líklega ekki heldur húmor fyrir þessu en maður brosir nú smá við þessa lesningu.
SHARE