10 atriði: Sjóðheitur lífvörður Karl Lagerfeld útskýrir starfið

Hann þykir karlmennskan uppmáluð, er lífvörður tískuhönnuðarins Karl Lagerfeld og er svo fótógenískur að hann var nýverið fenginn til að sitja fyrir í hátískuþætti. Sebastien Jondeau er nýjasta andlit hátískulínu Karl Lagerfeld og er öllu þekktari fyrir að tryggja öryggi yfirmanns síns en að auglýsa nýjustu fatalínu hönnuðarins.

 

 

Tískuheimurinn virðist sem heillaður af strákslegu yfirbragði Sebastien og þannig útskýrði hann fyrir stuttu síðan hlutverk sitt við hlið Lagerfeld í stuttu viðtali við breska Vogue sem sjá má hér að neðan, en franskur hreimurinn, prakkaraleg tilsvörin og afslappað yfirbragð lífvarðarins var kveikjan að þáttöku hans í tískuþættinum.

Í myndbandinu hér að neðan útskýrir Sebastien í hverju starf lífvarðarins er fólgið og segist óhræddur við að borða kolvetni, að notkun rakakrems sé nauðsyn fyrir karlmenn líka og að hann hugsi enn eins og 15 ára gamall strákur.

 

I’m still 15 in my head, it keeps me young.

 

Hversu strákslega sjarmerandi sem Sebastien (með frönskum hreim) kann að vera, (hann æfir box) segir hann samband sitt við Lagerfeld einkennast af virðingu og skýrum hlutverkaskiptum. Lagerfeld er yfirmaður kynþokkafulla lífvarðarins og hans helsta forgangsatriði er að tryggja öryggi hátískuhönnuðarins:

 

My first job is to be close to him and to be sure that nothing surprises him. I don’t do relaxed.

 

Virðing, auðmýkt og þjónslund eru einkunnarorð karlmannlega lífvarðarins sem gætir Lagerfeld en þegar hann er hvorki upptekinn við að sinna hlutverki öryggisvarðar, né að bera karlmannlega bringuna fyrir linsuna, eyðir hann tímanum með unnustu sinni, tískudrottningunni Jenna Courtin-Clarins.

 

 

Reyndar sat svo Sebastien fyrir með sjálfri Gisele fyrir stuttu … jafnvel við ættum að leggja karlmannlega kjálkana og stríðnislegan augnsvipinn á minnið. Sebastien virðist kominn til að vera. Hér útskýrir hann lífvarðarhlutverkið í fáeinum dráttum:

SHARE