10 börn í einu herbergi – „Ég er frábær móðir“

Par í Kaliforníu pyntuðu börnin sín 10 í hryllilegum aðstæðum í húsi sem var fullt af saur og rusli.

Börnin, sem eru á aldrinum 4 mánaða til 12 ára, voru látin deila einu svefnherbergi á heimilinu.

Börnin voru tekin af heimilinu í mars og þá voru þau þakin marblettum og brunasárum og foreldrarnir, Jonathan Allen og Ina Rogers hafa verið kærð fyrir slæma meðferð á börnum.

Viðbjóðurinn á heimilinu uppgötvaðist í mars þegar lögreglan var að leita að elsta barninu sem var týnt. Þeir komu þá inn á heimilið og sáu bæði saur úr mönnum og dýrum á gólfum og rusl sem fyllti heilu gangvegina.

Þegar þeir spurðu Ina út í útganginn á heimilinu afsakaði hún sig með því að þau höfðu verið í svo mikilli geðshræringu vegna hvarfs elsta barnsins, svo þau hefðu ekki haft ráðrúm til að þrífa í kringum sig.

Mánuði seinna kom lögreglan aftur og þá var það sama upp á tengingnum og óþrifnaðurinn sá sami. Börnin voru öll í einu herbergi í húsinu en þrjú önnur herbergi eru í húsinu, hjónaherbergi, leikherbergi og hugleiðsluherbergi.

Þegar rætt var við börnin komst lögreglan fljótt að því að börnin höfðu klárlega verið misnotuð á hryllilegan hátt og voru þau Ina og Allan bæði handtekin. Ina neitar því hinsvegar að þau hafi farið illa með börnin. Þeim var kennt heima og sagði Ina: „

Ég legg mig alla fram um að vera gott foreldri fyrir börnin mín. Maðurinn minn er með mikið af húðflúrum og er ógnvekjandi í útliti og þess vegna er fólk fljótt að dæma hann.

Hún bætir einnig við:

Maðurinn minn er frábær manneskja. Ég er frábær móðir. Ég mun ekki leyfa þessu að brjóta okkur og mun ekki hætta að berjast fyrir börnunum

 

 

 

SHARE