10 förðunar Instagram sem vert er að fylgjast með

Instagram er frábært til að fá innblástur eða jafnvel bara dást að sköpunum annara. Það eru ótrúlega margir förðunarfræðingar (af öllu tagi) sem deila myndunum sínum inná instagram og hér eru nokkrir sem okkur finnst að þú ættir að kíkja á:

lindahallberg

LINDAHALLBERGS
Sænski förðunarsnillingurinn Linda Hallberg deilir reglulega fallegum förðunum og skotum úr daglega lífi sínu.

mathu

 

Sjá einnig: Sjö skotheld förðunarráð sem spara ómældan tíma

MATHU7 
Mathu Andersen er vel þekktur innan drag heimsins ásamt því að hafa farðað stórstjörnur en hann er einn sá allra frumlegasti, það er virkilega gaman að fletta í gegnum myndirnar hans.

mario

MAKEUPBYMARIO
Helsti förðunarfræðingur Kim Kardashian deilir myndum af öllu milli himins og jarðar, farðanir eftir sig og aðra, vörur sem hann notar ásamt nóg af “behind the scenes”.

anastasia

ANASTASIABEVERLYHILLS
Augabrúnadrottningin Anastasia er mjög vinsæl á instagram (4 milljón followers) en hún deilir myndum af förðunum eftir sig og aðra ásamt því að láta alltaf vita þegar hún kemur út með nýjar og spennandi vörur.

pat

 

Sjá einnig:Það er ótrúlegt hvað hægt er að gera með förðun

PATMCGRATHREAL
Pat McGrath er förðunarmeistari tískupallana og farðanir hennar eru einstaklega flottar.

patrick

PATRICKTA
Patrick er förðunarfræðingur sem er á hraðri uppleið en hann gerir ótrúlega fallegar farðanir og hefur nú þegar farðað nokkrar glæsilegar stórstjörnur.

anna

ANNAKARINHELL
Annar sænskur förðunarsnillingur er hún Anna-Karin, hún gerir einstaklega fallegar farðanir og deilir þeim með heiminum á instagram og á bloggi sínu.

56c70ba94ede24b47ebe6c0906ef77f0

GRGCTTS
Georgia er ung stúlka sem býr í Bretlandi og starfar hjá MAC en hún er dugleg að setja inn myndir af förðunum sínum sem eru virkilega flottar.

batalash

BATALASHBEAUTY
Í Batalash teyminu eru þrjár stelpur sem deila förðunum sínum ásamt tips og vöru umfjöllunum. Þær eru allar mjög ólíkar en ótrúlega hæfileikaríkar og óhræddar við að prófa nýja hluti.

charlottetilbury2

CTILBURYMAKEUP
Charlotte Tilbury er alþjóðlegur förðunarfræðingur stórstjarnanna ásamt því að eiga virkilega flotta snyrtivörulínu sem heitir eftir henni. Hún deilir reglulega myndum af förðunum sínum og fallegum förðunarvörum úr línu hennar.

x
Elín

 

Fleiri flottar greinar um förðun á nude-logo-nytt1-1

SHARE