
1. Ines de la Fressange
,,Ég er frekar löt þegar kemur að snyrtivörum. Ég nota sama rakakremið á morgnana og kvöldin. Engin serum. ekkert fyrir augun, ekkert fyrir eyrun eða inn í eyrun! Ég nota sama kremið fyrir þetta allt. Ég held að það sé gott að eiga fáar en vandaðar snyrtivörur… Ætli maður læri það ekki með tímanum þegar maður nennir ekki að hafa baðherbergið fullt af allskonar vörum?“
2. Lou Doillon
,,Ég lærði margt af mömmu. Hún setur á sig mattan varalit með puttunum. Það sem er eftir á puttunum notar hún á kinnarnar og setur litinn hátt upp á kinnbeinin. Hún kenndi mér 70’s leyndarmálið sitt og það var að setja á sig dökkan augnfarða fyrir háttinn svo það sé allt pínu klesst og fallegt morguninn eftir.“
3. Julia Restoin Roitfeld
,,Ég nota mikið af rakakremi – La Prairie Skin Caviar. Hversdagslega vil ég líta náttúrulega út og nota aldrei meik. Ég set YSL Touche Éclat hyljara undir augun og smávegis af kinnalit frá Shiseido. Ég nota mikið af maskara og Chanel eyeliner. Á varirnar set ég Elizabeth Arden Eight Hour Cream.“
4. Elisa Sednaoui
,,Ég er mjög hrifin af andlitsmöskum og nota þá oft sem dagkrem.“
5. Eva Green
,,Ég byrja alltaf daginn á bolla af heitu vatni með sítrónu. Mér finnst það svo hreinsandi og rakagefandi.“
6. Joséphine de la Baume
,,Þegar ég nota blautan eyeliner þá reyni ég að gera mjög þunna lína og draga línuna nánast beint út. Ég dreg hana ekki alveg niður því augun mín eru svo lítil og þá myndu þau virðast hálf slöpp.“
7. Astrid Berges-Frisbey
,,Falleg húð skiptir mig mestu máli. Þú getur þakið húðina með allskonar farða en það mun aldrei líta jafnvel út og falleg húð frá náttúrunnar hendi.“
Sjáðu restina af þessum frábæru ráðum hér!
Greinin er frá Nude!
Tengdar greinar: