10 guðdómlegir brúðarkjólar að mati Vogue: Myndir

Árstíðabundnir dagar ástarinnar eru runnir upp; íslensk sumarsól er hátt á lofti og kærleikurinn að sama skapi blómstrar.

Á vefsíðu Vogue er að finna guðdómlegan tískuþátt um brúðarkjóla af fjölbreytilegri gerð; blómabörn, hippadýrkendur, hagsýnir, náttúrubörn og glæsikvendi. Allir finna eitthvað við sitt hæfi í stórglæstum myndaþættinum sem sýnir undursamlega fallega brúðarkjóla sem allir á sinn hátt eru einstakir og gullfallegir.

Við birtum hér brot úr hinum gullfallega þætti og leyfum okkur að þýða örfáar tilvitnanir í umfjöllunina sjálfa:

Marcel Castenmiller, ljósmyndari og Ali Michael, fyrirsæta eru kærustupar í hinu daglega lífi. Hér má sjá þau æfa tilburðina við orðunum “Þú mátt nú kyssa brúðurina” á ljóðrænan, bóhemískan og rómantískan máta sem gæti hlotið samþykki foreldra þeirra beggja. 

 

wedding-a-day-02_094107568747
Marcel klæðist fatnaði frá Dries Van Noten og skóm frá Berluti, en Ali kjól frá Nicole Miller

Amanda Esquilin er blaðamaður og rithöfundur. Hún er einhleyp, en þegar staða hennar breytist, leggjum við til að hún klæðist fjaðraskrýddum jakkafatabuxum, velji að vera með slegið hár og íklædd skóm sem hæfa dansgólfinu. 

 

wedding-a-day-04_094108171964
Amanda klæðist buxum og jakka frá Valentino, en skóm frá Christian Louboutin

Elizabeth Jaeger, listakona, er ástfangin af gaur að nafni Tony og er hugfangin af fallegum kjólnum og villtum hattinum. Angelina Hoffman er hins vegar bara fimmtán ára gömul og er, auðvitað, einhleyp. 

wedding-a-day-05_094109986373
Elizabeth klæðist Carolina Herrera kjól, höfuðfatnaði frá Robyn Coles Millinery og skóm frá Marc Jacobs, en Angelina klæðist J. Crew kjól, höfuðfatnaði frá Capilleno Millinery og skóm frá Tabitha Simmons. Báðar eru með sólgleraugu frá Thierry Lasry.

Angela Pham, ljósmyndari, þarf ekkert á kærasta að halda í augnablikinu. Hún býr yfir sinni einstöku útgeislun og klæðist kögri (sem er svo í tísku eins og er) og Bradley (einni útgáfu af honum, alla vega). 

wedding-a-day-07_094111486515
Angela klæðist Calvin Klein Collection kjól og Chanel skóm

Coco Young er háskólanemi og á ekki kærasta, en hverjum er ekki sama um það? Hér er hún í hælaskóm frá Saint Laurent og McQueen brúðarkjól. Bara fyrir svölustu brúður í heimi. 

wedding-a-day-08_094112467439
Coco klæðist Alexander McQueen kjól og Saint Laurent skóm

Aaron Barker,barþjónn og Cipriana Quann (urbanbushbabes.com) eru töfrum líkust sem par (sérstaklega í ökklasíðum Herrera klæðum) en þau eru bæði eineggja tvíburar. Það eitt og sér væri efni í ágæta bíómynd …..  

wedding-a-day-16_094118654254
Aaron klæðist Carlos Campos jakkafatnaði en Cipriana Caroline Herrera kjól og Jimmy Choo skóm

Britt Maren, fyrirsæta og Derek Orell, matreiðslumeistari, ætla að gifta sig í sumar. Og hér höfum við fært þeim alveg dásamleg klæði fyrir yfirvofandi brúðkaupið.

 

wedding-a-day-18_094120802237
Britt klæðist kjól frá Sophia Kokosalaki en Derek klæðist Louis Vuitton jakkafötum, Hermés skyrtu og skóm frá Church

Elizabeth Yilmaz, sem er dansari, sýnir hér hvernig best er að bera brúðarvöndinn upp að altarinu. 

wedding-a-day-19_094120131929
Kjóll: Elizabeth Fillmore, sólgleraugu: Derek Lam, taska: Rochas, skór: Walter Steiger

 

Jenny Shimizu, sem rekur módelskrifstofu og Michelle Harper, markaðsmógúll, eru trúlofaðar! Guðdómleg tillaga að brúðarklæðnaði fyrir gullfallegt par ….

 

wedding-a-day-20_094121144631
Jenny klæðist Altuzarra jakkafatnaði og skóm frá Jimmy Choo en Michelle klæðist kjól frá Sarah Jassir

Heimild: Vogue

SHARE