10 hugmyndir að bóndadagsgjöf

Á föstudaginn næstkomandi er hinn árlegi bóndadagur. Hér eru 10 frábærar hugmyndir af gjöfum til að gleðja bóndann.

1. Nudd í þínu boði. Gefðu honum klukkutíma langt nudd með olíu og kveiktu á ilmkertum.

2. Gönguferð. Farðu með hann á einhvern sérstakan stað í rómantískan umhverfi, hvort sem það sé einhversstaðar úti í náttúrunni eða veitingastaður. Bjóddu honum svo upp á ís.

3. Blóm. Það eru ekki allir karlmenn sem fíla blóm en sumir gera það. Ef þú gefur honum blóm skrifaðu þá kort með sem segir honum hvað þú metur hann mikils.

4. Bjór. Keyptu uppáhaldsbjórinn hans og komdu honum á óvart þegar hann kemur heim.

5. Næturpössun. Fáðu pössun fyrir börnin og komdu honum á óvart með því að eiga bara kvöld heima og njóta þess að vera bara tvö.

6. Kvöldsund. Farið og njótið þess að fara í kvöldsund í kuldanum og fara svo í heitu pottana.

7. Ísbíltúr. Fáðu hann með þér í smá bíltúr. Fáið ykkur stóran bragðaref og tvær skeiðar. Mjög krúttlegt.

8. Tónleikar. Á hann uppáhalds íslenska hljómsveit eða einstakling í tónlist? Finndu eitthvað svoleiðis sem gleður hann. Þar sem það er Covid núna er kannski ekki um auðugan garð að gresja en kannski er hægt að kaupa miða á viðburð í framtíðinni og byrja að hlakka til. 

9. Keila eða pool. Brjótið upp allt þetta venjulega og skellið ykkur í pool eða keilu. Gætið að sóttvörnum.

10. Eldaðu uppáhaldsmatinn hans. Það þarf oft ekki mikið til að gleðja karla og mjög oft er matur eitthvað sem gleður menn svakalega.

SHARE