10 magnaðar staðreyndir um naflann þinn

Það eru allir með nafla, eða næstum því allir. Það spá ekki margir mikið í nöflum, í mesta lagi spá krakkar í því hvort þeir eru með útstæðan nafla eða ekki.

Hér eru samt nokkrar furðulegar og áhugaverðar staðreyndir um nafla sem þú hefur ábyggilega gaman að.

 

1. Naflar eru tæknilega séð ör

Naflar eru örvefur eftir naflastrenginn. Þegar naflastrengurinn er klipptur er smá bútur eftir og þegar hann dettur af er naflinn það sem er eftir.

 

2. Sumir eru ekki einu sinni með nafla

Stundum grær naflinn það vel að „örið“ sést nánast ekki neitt.

3. Það er mikið af bakteríum í nöflum

Cartoon Network

Rannsóknir hafa leitt í ljós að það hafa fundist allt að 2300 tegundum af bakteríum í nöflum.

 

 

4. Karlmenn og naflakusk

Flickr

Ef maður er loðinn á maganum er líklegra að maður fá naflakusk. Það verður til úr hárum, húðfrumum og kuski úr fatnaði.

5. Sumir safna naflakuski

Þetta er satt. Í heimsmetabók Guinnes er Graham Barker skráðu með stærsta safn í heimi af naflakuski. Ekki eitthvað sem maður myndi setja á ferilskrána en engu að síður er til fólk sem gerir þetta.

6. Naflahugleiðsla

Grískir kristnir munkar stunda nafla hugleiðslu sem kölluð er hesychasm. Þeir trúa því að svona hugleiðsla geti gefið þeim innsýn í guðlega dýrð.

7. Naflaostur

Líffræðingurinn Christina Agapakis og listakonan Sissel Tolaas sameinuðust um að búa til ost úr bakteríum sem fundust meðal annars í nafla, handakrika, tám og munni.

OJ!

 

 

SHARE