10 öflugar tilvitnanir í ósigrandi konur – Myndir

Stelpurnar á Cosmopolitan eru iðulega ekki sagðar stíga í vitið og að sama skapi gantast gárungarnir oft með kvikmyndastjörnur í henni gylltu Hollwyood og segja þær “helteknar af útlitinu”.

Gott ef sömu gagnrýnisraddir hafa ekki oft talið glæsikvendin hér að neðan vera baráttuglöðum kynsystrum sínum  á sviði jafnréttismála til háborinnar skammar á háum hælunum, með stút á eldrauðum vörum og blakandi augnhár.

En er það svo? Það gæti þó aldrei verið að konur sem klæðast flegnum fatnaði, syngja óð til ástarinnar, þéna ótrúlegar upphæðir á hverju ári og daðra við snyrtifræðinga hvern dag hafi sjálfar háð harða baráttu við ólseigt og illvígt kynjamisrétti? Jafnvel, þegar betur er að gáð, hafa allar konur – óháð aldri og fyrri störfum – sitthvað til málanna að leggja hvað varðar framgöngu kvenna og hvernig má rjúfa múr þagnar og karllægra og niðurdrepandi viðhorfa til þeirra dugmiklu kvenna sem kjósa að klífa metorðastigann.

Þær Cosmo stöllur tóku saman nokkrar skemmtilegar tilvitnanir í fræg glæsikvendi, sem lýsa einmitt því, hvernig það er að vera kona og hvað þarf í raun til að sigra heiminn, verandi kona í illyfirstíganlegum og flóknum karlaheimi.

 

Stelpur stýra heiminum! – Beyoncé. 

 

Beyonce Performs at The Staples Center

 

“Þetta snýst um að vera lifandi og staðráðin og að setjast ekki niður og loka þverrifunni jafnvel þó aðrir vilji að þú gerir einmitt það; haldið þér bara saman og sért sæt” – Pink

cos-02-pink-feminist-quote-de

“Ég kann vel við að vera kona, jafnvel í heimi karla, því þegar upp er staðið geta karlar ekki klæðst kjólum en við getum gengið í buxum.” – Whitney Houston

cos-03-whitney-houston-quote-de

“Það sem konur eiga enn ólært er að enginn veitir þér völd. Þú verður sjálf að taka völdin.” Rosanne Barr

cos-04-roseanne-barr-de

“Ég ætla ekki að gráta þig. Maskarinn minn er alltof dýr til þess.” Adriana Lima

cos-05-adriana-lima-feminist-quote-de

Spurt: “Af hverju skaparðu svona sterkar kvenpersónur?” 

Svarað: “Af því að þú ert enn að spyrja mig að þeirri spurningu.” 

Joss Whedon

cos-07-joss-whedon-feminist-quote-de

“Þú hefur það sem til þarf til að vera sigursæl, sjálfstæð og óttalaus kona” – Tyra Banks

cos-08-tyra-banks-feminist-quote-de

“Helltu þér upp á drykk, settu á þig varalit og taktu þig saman í andlitinu” Elizabeth Taylor

Taylor Feeds Poodle

“Ég lét mig aldrei dreyma um velgengni. Ég vann mér inn fyrir henni” – Estée Lauder

Estee Lauder Launches New Fragrance "Knowing"

SHARE