10 skemmtilegir hlutir sem hægt að gera í gæsa partýum

Ég er oft beðinn um hugmyndir af einhverju sem hægt að gera í gæsa partýum svo ég ákvað að skella saman lista sem mér finnst sniðugur og passar vel við íslenska stemmningu. Allt eru þetta hlutir sem kosta lítið sem ekkert svo að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

1.    Ég byrja að sjálfsögðu að telja upp heimakynningar á kynlífstækjum. Það er eitthvað sem hefur alltaf verið gríðarlega vinsælt og hristir vel upp í hópnum. Annað sem mér finnst þessar kynningar gera er að þær opna fyrir skemmtilegt umræðuefni eftir á.  Blush bíður upp á fríar heimakynningar í gæsa partýið þitt, þar sem starfsmaður frá Blush kemur og kynnir vörurnar og svo í lokinn geta allir verslað.
2.    Oft er verið að reyna halda kostnaði í lágmarki og þá er oft sniðugt að finna sér eitthvað að gera sem kostar ekki mikið. Að fara í sjósund er frítt og mjög skemmtilegt. Síðan er hægt að skella sér í heitapottinn á eftir gegn vægu gjaldi og njóta þess að spjalla saman.
3.    Oft er gaman að fara og læra eitthvað saman t.d dans, það er margt í boði allt frá því að vera sameignlegir Zumba tímar uppí að fá einkatíma í súlu dansi. Það fer svo bara eftir því hvað hver og einn hópur vill læra hvað hentar best.
4.    Eitthvað þarf að borða yfir daginn og er sniðugt að vera búinn að undirbúa eitthvað snarl daginn áður til að borða yfir daginn. Ef hver og ein kemur með eitthvað á hádegishlaðborð eða í morgunverð fyrir hópinn þá er það töluvert ódýrara heldur en að fara með allan hópinn út að borða.
5.    Ratleikur um miðbæinn er líka eitthvað sem er algjör snilld, þá er hægt að fyrirfram ákveða verkefni sem gæsin þarf að leysa. Skemmtilegast er að láta hana fara vel út fyrir sinn þæginda ramma svo að leikurinn verði erfiður en passa sig samt að ganga ekki of langt, þetta á að vera skemmtilegt.
6.    Dekur er eitthvað sem er algjörlega ómissandi á svona degi og er mjög sniðugt ef hópurinn safnar samann og fer með gæsina í eitthvað dekur. Á meðan er þá hægt að undirbúa kvöldmat eða næsta viðburð. Dekur getur hinsvegar kostað ágætis pening svo fyrir þá hópa sem vilja spara sér það þá er auðvelt að vera með heimadekur. Þá getur hópurinn deilt á sig verkefnum, það er ef til vill einhver í hópnum sem kann að gefa gott nudd eða annað sem gæsinni gæti líkað. Það eru til fullt af uppskriftum á netinu af heimagerðum möskum og olíum til að gera þetta eins fagmannlegt og hægt er.
7.    Hljóðver er eitthvað sem getur verið mjög skemmtilegt að skella sér í og fá gæsina til að syngja og ekki er verra ef vinkonurnar skella í bakraddir. Það er einhver kostnaður við það en alveg þess virði og þá sérstaklega ef allt er tekið upp á vídeó og sýnt í brúðkaupinu.
8.    Það er ekki fyrir hverja sem er að skella sér á mótorhjól en það er einstaklega skemmtilegt að fá einhvern herramann til að sækja gæsina og taka smá rúnt um bæinn með hana aftaná hjólinu.
9.    Um kvöldið þarf síðan að skella smá fjöri í leikinn og er oft gaman að byrja á því að skella sér tildæmis í keilu. Hægt er að gera skemmtilegan leik úr þessu þar sem vinningshafinn (gæsin) fær vegleg verðlaun eða í hvert skiptið sem að einhver nær fellu þarf gæsin að taka staup.
Fáið einhvern til að vera á upptökuvél yfir daginn og taka upp skemmtilegustu uppákomurnar, það er svo hægt að klippa það saman í skemmtilegt vídeó sem verður frábær minning bæði fyrir ykkur og gæsina.

Gerður Arinbjarnar.

langar http://credit-n.ru/potreb-kredit.html http://credit-n.ru/offers-zaim/mgnovennye-zaimy-na-kartu-bez-otkazov-kredito24.html

SHARE