10 skotheldar og stórfínar afsakanir fyrir því að sleppa ræktinni

Ég ætla að koma hreint fram. Amma mín segir að það sé ávallt vænlegast til vinnings. Já, hreint og beint bara: mér finnst ferlega leiðinlegt að hreyfa mig. Alveg ógeðslega. Hreint út sagt ömurlegt. Veitir mér enga gleði. Né ánægju. Stundum kemst ég alla leið í bílastæðið hjá ræktinni. En finnst eiginlega meira freistandi að leggjast í stæðið og bíða þess að einhver keyri yfir mig. Samt lufsast ég alltaf á stað. Æ, samfélagið, gallabuxurnar og allt það – þið vitið.

back-to-school-gif-gym

Sökum leti er ég ekki góð í neinu. Íþróttatengdu sko. Nema að búa til afsakanir fyrir því að stunda þær ekki. Þessar eru í uppáhaldi:

1. Ég borðaði svo hollt í dag. Þarf ekkert á hreyfingu að halda. Matur er sko 70% af þessu öllu saman. Hreyfingin 30%. Eða eitthvað.

2. Ég er á túr. Ég gæti dáið ef ég hreyfi mig of mikið. Blætt út í versta falli.

3. Ég er alveg að byrja á túr. Ég finn að það er að koma. Alveg að detta í hús.

4. Ég hef ekki tíma. Ah, gamla góða klassíkin. Ég nota líka svolítið ,,ég á barn SKO – má ekkert vera að þessu helvíti.” Þetta ágæta barn er einmitt orðið sjö ára og ég nota einning ,,ég VAR að eiga barn SKO.”

Phoebe

5. Ég get ekki verið að væflast svona um með ræktartöskuna allan daginn. Það gengur ekki. Óþolandi farangur sko. Tekur of mikið pláss í bílnum. Og í vinnunni. Og allsstaðar. Gengur ekki upp.

6. Ég er ekki í neinu formi. Nei, ég nenni heldur ekki að reyna að komast í form – það tekur of langan tíma. Þetta skip hefur siglt.

7. Það er svo fokdýrt að kaupa kort í ræktina. Fokdýrt segi ég.

8. Ég held ég sé að verða veik. Jú, ég sver það – það er einhver djöfulsins pest að ganga.

9. Ég er svo taktlaus að ég get ekki stundað einhverjar sérlegar hópsamkomur eins og Zumba, spinning…eða hvað þetta húllumhæ heitir nú allt.

10. ÉG. GET. EKKI! – VIL. EKKI.

tumblr_n1t6qg0ldp1rntpg0o1_500

Tengdar greinar:

Ræktin: Af hverju gengur þetta ekki upp?

Það eru ekki allir með hlutina á hreinu í ræktinni – Myndir

Broslegar æfingar í ræktinni

SHARE