10 stórglæsilegar konur í stærð 12 og upp úr

Þær eru glæsilegar, þær eru flottar og sjálfsöryggið skín af þeim. Þær hafa ekkert að fela og sýna línurnar stoltar. Þetta eru allt heilbrigðar konur og allar nota þær stærð 12 og upp úr og starfa sem fyrirsætur. Þetta eru klárlega minar fyrirmyndir og ég finn sjálfsöryggið aukast af því einu að skoða myndir af þeim.

         Tara Lynn

Tara Lynn

Tara Lynn er ein af þeim heitustu. Hún sat fyrir á forsíðu franska Elle blaðsins og hún segir sjálf að hana langi til að sýna öðrum konum hvernig alvöru konur eru vaxnar. Lynn notar stærð 14-16 og skammast sín ekkert fyrir það.

Fluvia

Fluvia Lacerda

Brasilísk gyðja sem hóf starfsferilinn í New York en þó ekki sem módel heldur sem barnapía þangað til hún var uppgötvuð . Fluvia er í stærð 18.

justine

Justine Legault

Skvísan er frá Kanada og er alls ekki feimin við að sína líkamann, enda er hann gullfallegur. Justine hefur setið fyrir í nokkur ár. Hún er 175 sm á hæð og er í stærð 14

Ashley

Ashley Graham

Það er aðeins til eitt orð yfir þessa konu: „Glæsileg!“. Ashley er undirfatamódel í stærð 16.

kate dillon

Kate Dillon

Kate er frumkvöðull innan módelheimsins og var ein af fyrstu módelunum í alvöru stærðum. Kate barðist við anorexíu á unglingsárunum og starfaði sem tískumódel. Hún fékk þó fljótlega hjálp og með réttri næringu komst hún í eðlilega stærð og hefur síðan þá haldið sér í stærð 14.

anansa

Anansa Sims

Anansa fetar í fótspor móður sinnar en hún var engin önnur en súpermódelið Beverly Johnson  en hún var fyrsta litaða konan til að prýða forsíðu Vogue. Anansa er í stærð 12-14.

christina mendez

Christina Mendez

Stórglæsileg kona með gullfallega húð. Christina er brautryðjandi fyrir önnur módel í raunstærðen Christina er í stærð 12.

Natalia

Natalie Laughlin

Fyrsta konan í stórum stærðum sem birtist á auglýsingaskiltum á Times Square í New York. Natalie er í stærð 12-14 og mér finnst hún nú ekkert í stórri stærð.

robyn

Robyn Lawley

Robyn er að gera allt vitlaust um þessar mundir og er dugleg talskona þess að allar konur séu alvöru konur, líka þær sem passa ekki í fyrirfram ákveðnar hugmyndir tískuiðnaðarins um fegurð.

Silvia

Silvia Rho

Silvia er 178 cm á hæð og notar stærð 16. Hún geislar af sjálfsöryggi og það skín í gegn.

SHARE