11 ára gömul vekur athygli með sturluðum dansi í myndbandi SIA

Hin ellefu ára gamla Maddie Ziegler sýnir svo magnaða danshæfileika í nýjasta tónlistarmyndbandi poppstjörnunnar Sia að undrum má sæta, en Maddie er raunveruleikastjarna og var uppgötvuð gegnum raunveruleikaþáttinn Dance Moms fyrir nokkru.

Þó hin 38 ára gamla Sia og 11 ára gamla Maddie virðist ólíklegt teymi, er útkoman engu að síður nær draumkennd og hryllingskennd á sömu stundu; skrýtin og undrafögur. Þessi óvenjulega og þróttmikla innkoma Maddie, sem er aðeins barn að aldri og stígur nær óhugnarlega trylltan dans í myndbandinu hér að neðan hefur vakið heimsathygli og hefur unga stúlkan fengið mikið lof í lófa fyrir fumlausa frammistöðu sína.

 

Ætli hér sé komið eitt frumlegasta tónlistarmyndband ársins 2014?  

[youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”2vjPBrBU-TM”]

SHARE