11 ára og vill fá vernd fyrir fyrrum barnapíu

Elsti sonur  Nadya Suleman, eða áttburamömmunnar, hann Elijah Solomon hefur fengið lögregluna til að halda fyrrum barnfóstru sinni í burtu frá honum. Barnfóstran hefur ofsótt hann mikið með hringingum og sms skilaboðum en drengurinn er bara 11 ára gamall.

Barnfóstran, sem heitir Gina Bryson, var rekin sem barnfóstra áttburamömmunnar í sumar og það var þá sem hún hóf ofsóknirnar.  Meðal annars hefur hún borið út sögur um Elijah, þar sem hún heldur því fram að hann hafi mistnotað yngri systur sínar kynferðislega og að hann horfi á klám.

Nú hefur dómari sett á hana lögbann svo hún má ekki koma nálægt Elijah og ekki hafa neitt samband við hann. Áttburamamman vinnur að því nú í dag að fá lögbann á Gina gagnvart tveimur öðrum börnum hennar sem hún hefur einnig ofsótt.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here