11. des – Jóladagatal Hún.is

Nú fer að styttast í jólin, fyrsti jólasveinninn kemur í nótt og alveg ábyggilegt að það er mikill spenningur á mörgum heimilum vegna þess.

Síðastliðin tvö ár höfum við verið með jóladagatal 1.- 24. desember og höldum áfram þessari skemmtilegu hefð, sem hefur notið mikilla vinsælda.

Quality_Street_1

 

Quality Street kom fyrst á markað árið 1936, þá búið til af konfektgerð í Halifax að nafni Mackintosh, en nafn sælgætisins var fengið úr leikriti sem ber sama nafn og samið af J.M. Barrie, en hann samdi einnig leikritið um Pétur Pan. Aðalpersónur leikverksins, Majórinn og Ungfrúin, mátti finna á öllum Quality Street dósum og pakkningum, allt fram til ársins 2000.

Quality Street  er einna vinsælast um og fyrir jólin, en við Íslendingar skerum okkur úr að því leyti að við köllum þetta sælgæti yfirleitt Mackintosh.

11des

 

Í dag ætlum við að gefa 2 kg dós af Mackintosh og það eina sem þú þarft að gera er að skrifa hér í athugasemdardálkinn fyrir neðan, hvaða moli þér finnst bestur. Við drögum svo út einn heppinn í kvöld sem fær dósina. 

 

SHARE