11 efni sem aldrei ætti að setja á andlitið

1. Hársprey

Þú gætir hafa heyrt einhversstaðar að hársprey hjálpi til við að láta farða haldast út daginn, en hárspreyi ætti aldrei að spreyja á andlitið því það inniheldur lakk og alkahol sem þurrkar húðina og lætur þig líta úr fyrir að vera eldri en þú ert. Auk þess inniheldur hársprey efni sem gætu ert húðina þannig að hún verður rauð og upphleypt.

2. Svitakrem

Svitakrem ætti aldrei að nota í andlitið til að reyna að koma í veg fyrir að svitna í framan og halda farða á sínum stað. Húðin í andlitinu þarf að fá að “anda” og það er ástæða fyrir því að hún svitnar og þú átt ekki að koma í veg fyrir það. Ef þú átt í vandræðum með að láta farðann haldast á sínum stað og líður stundum eins og hann hálf partinn bráðni af, eru til aðrar aðferðir við að bæta það.

3. Háralitur

Ef þú litar á þér hárið sjálf og langar að láta augabrúnirnar vera í sama lit, ekki nota háralitinn því hann er allt of sterkur fyrir húðina í kring um augun. Þetta á sérstaklega við þær sem eru með viðkvæma húð því húðin gæri brunnið og flagnað. Gott er einnig að hafa í huga að húðin getur þróað með sér óþol fyrir efnum, þó svo það heppnist að gera þetta einu sinni er ekki þar með sagt að það muni vera í lagi næst. Það eru til litir sem ætlaðir eru fyrir þetta svæði og það af ástæðu.

4. Grænmetis olíu (eins og t.d. olívu olíu).

Þó svo vel sé hægt að nota þessar olíur á líkamann og jafnvel í endana á hárinu, er hún allt of “þung” fyrir andlitið og getur stíflað húðina og valdið bólum.

5. Sjampó

Efnin í sjampóinu þínu eru þróuð til að hreinsa hárið af fitum, efnum sem við setjum í hárið og öðrum óhreinindum. Ekki er það ætlað til að hreinsa viðkvæma húð andlitsins. Ef þú notar sjampóið þitt í andlitið mun það þurrka húðina of mikið.

6. Hár serum

Serum í hár er alls ekki það sama og serum fyrir húð. Serum eru öflug og góð meðferð sem allir ættu að nota annað slagið hvort sem það er fyrir húð eða hár, en fyrir alla muni verið með sitt hvort! Hár serumin eru með efnum sem eiga að hjúpa hárið með efnum sem vanalega eru ekki notuð á andlitið, auk þess sem þau eru þannig að þau geta auðveldlega ert húðina.

7. Húðmjólk (body lotion)

Það væri nú alveg fljótlegt og þægilegt að vera með eitt krem sem hægt væri að nota á allt, en ef við viljum gera það sem er best fyrir húðina okkar gerum við það ekki. Grunnur húðmjólkur er að öllu jöfnu mun þykkari og inniheldur mun meiri ilmefni en það sem ætlað er fyrir andlit. Að því sögðu, er húðmjólk að öllu jöfnu of ertandi fyrir andlit.

8. Fótakrem

Þetta segir sig nú alveg sjálft en ef þú mögulega finnur þig í þeirri aðstöðu að hafa ekkert nema fótakrem, ekki láta freistast! Þetta krem á ekki heima neins staðar nálægt andlitinu þó svo það sé bara á einn þurrkublett. Þessi krem eru allt of þykk og með sterkum efnum sem ætluð eru til að vinna á þykkri, harðri húð fótanna og innihalda oftar en ekki efnadjúphreinsi sem er það sterkur að alls ekki á að nota það á andlit.

9. Edik

Edikið er gott til að tóna húðina en ekki eitt og sér. Betra er að nota toner sem inniheldur edik því það er þannig efni að það verður sterkara og vatnsminna eftir því sem þú geymir það lengur og því í raun erfitt að segja til um hversu sterkt það er í hvert skipti og getur brennt húðina.

10. Naglalakk

Ef þú ert að fara að mála þig fyrir þema partý, Halloween eða jafnvel fyrir hinn íslenska öskudag, ekki nota naglalakk á húðina. Lakkið inniheldur efni (acrylic molecules) sem eru mjög þurrkandi.

11. Majones

Margir heimagerðir hármaskar innihalda majones því það gefur hárinu mikla næringu en ekki er ráðlagt að nota það á andlit.  Majonesið er allt of þykkt og leyfir ekki húðinni að anda og er því stíflumyndandi.

 

Allar þessar upplýsingar koma frá húðsjúkdómalækni sem sérhæfir sig í fegrun húðar

SHARE