Vaxandi óánægja meðal karla: „Ég vil fá forhúðina mína aftur!”

Þó umskurður karla sé ekki algengur á Íslandi og því síður skömmu eftir fæðingu, er meirihluta bandarískra karlmanna umskorinn á fyrstu dögum ævi sinnar. Aðrir gangast undir aðgerðina – sem mörgum þykir stórskrýtin – seinna meir á ævinni og herma heimildir að umskurður karla geti dregið úr þvagfærasýkingum, lækkað líkur á kynsjúkdómasmiti og með öllu hindrað krabbamein í getnaðarlim á fullorðinsárum.

 

Ofangreint er svo sennilega þvæla þegar upp er staðið, því karlar sýkjast af kynsjúkdómum, fá krabbamein og veikjast af þvagfærasýkingum – umskornir eða ekki. Raunveruleg ástæða þess að karlar eru umskornir er sú að umskurður dregur úr næmni og aðgerðinni er ætlað að hindra unglingsdrengi í að iðka óhóflega sjálfsfróun.

Sjá einnig: Staðreyndir um rofnar samfarir

Talandi um að skila skömminni þangað sem hún á heima; yfirgnæfandi meirihluti mæðra ungra drengja er með öllu mótfallinn umskurði ungsveina og nú er svo komið að vestanhafs hafa sprottið upp umræðuhópar á netinu sem og smærri baráttusamtök mæðra sem berjast gegn … umskurði sona sinna.

Sjá einnig: Limurinn – staðreyndir sem þú vissir ekki um jafnaldrann

Og eins og það sé ekki nóg; nú eru ungir menn (alla vega hluti þeirra) farnir að velta vöngum yfir því hvort hægt sé að endurrækta forhúðina. Þetta hljómar örugglega hlægilega, en ungu mennirnir sem mæla í myndbandinu hér að neðan eru ekki á sama máli. Reyndar er þeim fúlasta alvara, þeir vilja forhúðina til baka og eru tilbúnir að leggja talsverða vinnu á sig – svo hægt verði að endurheimta það sem áður var tekið.

Fréttavefurinn Fusion komst á snoðir um málið og fjallar hér um endurræktun forhúðar:

https://youtu.be/NaAwKrnhPto

Sjá einnig: Þess vegna eru karlmenn umskornir – Myndband

SHARE