Margir hafa gaman að því að lesa í lófa og þá er ekki bara verið að lesa í línurnar heldur líka stærðir fingranna. Hér er verið að segja frá því hvernig þú getur lesið í stærð litla fingurs. Það eru þrjár týpur:

1. Týpa A

Ef litli fingur þinn er á línu við efstu liðamótin á baugfingri ertu týpa A. Fólk í þessum flokki hefur mikla þörf fyrir jafnvægi, í öllu sem það tekur sér fyrir hendur. Þetta eru mjög skipulagðar manneskjur og afar friðsælar. Minnst er á OCD (áráttu- og þráhyggjuröskun) í þessum týpum en alls ekki á öfgakenndan hátt. Ef þú ert í þessum hópi er ákvarðanir þínar gerðar að vel athuguðu máli og þú forðast ringulreið eins og þú getur. Þú stendur alltaf uppúr í fjölda fólks því þú hefur skilning á sjálfri/um þér sem er mjög djúpur.

 

2. Týpa B

 

Ef litli fingur þinn er styttri en sem nemur efstu liðamótum á baugfingri ertu týpa B. Þú ert viðkvæm tilfinningavera og treystir fólkinu sem þú elskar. Þegar náinn vinur þinn svíkur þig verður þú mjög sár og jafnvel þótt þú fyrirgefir, muntu aldrei gleyma. Þér finnst gott að hjálpa öðrum og finnur auðveldlega til samkenndar. Það er þinn helsti styrkur og á sama tíma þinn helsti veikleiki. Þú elskar fólk og átt auðvelt með að setja þig í spor annarra. Þú lýsir upp og gerir heiminn að betri stað.

 

3. Týpa C

 

Þú ert týpa C ef litli fingur þinn er fer upp fyrir efstu liðamótin á baugfingri. Þú ert manneskja sem gefur meira en þú ættir kannski að gera. Ást þín er mikil og skilyrðislaus, hugsanir þínar djúpar. Ákvarðanir þínar eru flestar góðar því þú hefur vegið og metið kosti og galla áður en þú tekur ákvörðunina. Þú kannt að þegja yfir leyndarmálum og ert útsjónarsöm/samur. Þú lætur ekki aðra segja þér hvað þér á að finnast og hefur sjálf/ur sterkar skoðanir. Þú kannt að gefa frá þér en verður að læra að þiggja. Vertu alltaf þú sjálf/ur og þú munt finna ást og hamingju.

 

Heimildir: womendailymagazine.com

SHARE