Það eru til leiðir til að takast á við króníska verki

Krónískir verkir er skilgreint sem slíkt eftir að verkirnir hafa verið í þrjá mánuði eða lengur, truflar daglegar athafnir og manneskjan er líkamlega og andlega úrvinda. Annað sem fylgir svona viðvarandi verkjum er reiði og gremja í eigin garð, sem bitnar ósjálfrátt á nánustu aðstandendum.

Hinsvegar er langvarandi sársauki jafn mismunandi eins og við erum mörg en það eru allskonar hlutir sem geta gert hann verri. Má þar nefna: kvíða, reiði, þunglyndi, ótta, einangrun, of lítil eða of mikil þjálfun.

Sumar meðferðir, uppáskrifaðar af læknum, geta hjálpað til við að takast á við langvarandi sársauka. Það get verið lyf, ljósameðferðir, hugræn atferlismeðferð, sjúkraþjálfun eða skurðaðgerðir í mjög alvarlegum tilvikum. Hins vegar getur verið að þessar leiðir, einar og sér, séu ekki nóg til að leysa úr öllum langvarandi sársauka.

Hér eru 2 leiðir til að takast á við langvarandi sársauka/króníska verki:

Æfingar

Líkamleg hreyfing hefur marga kosti, þar á meðal að efla andlega heilsu, byggja upp sterkari bein og vöðva, léttast og draga úr hættu á sjúkdómum. Þar að auki dregur regluleg hreyfing úr þreytu, byggja upp styrk og liðleika og draga úr bólgum. Líkamleg hreyfing hefur líka verkjastillandi áhrif og eykur serótónín framleiðsluna.

Hinsvegar er mikilvægt að þegar hreyfing er stunduð að ganga ekki of langt í æfingunum. Ef æfingarnar valda of miklu álagi geta verkirnir orðið verri. Gott er að fara í góða göngutúra, hjóla, synda, jóga, dansa, teygja á og fara í pílates. Ef þú veist ekki hvað þú ættir að fara að æfa og hvað þú þurfir að passa upp á, er gott að tala við sjúkraþjálfara og fá ráðleggingar.

Draga úr streitu

Streita og langvarandi sársauki haldast í hendur. Viðvarandi sársauki ýtir undir streituna og getur aukið verkina. Það sem þú getur gert til að minnka streituna er að sofa vel, borða hollan mat, gera öndunaræfingar, stunda áhugamál þín og hlusta á tónlist sem þú kannt að meta.


Sjá einnig:

SHARE