12 ára drengur var laminn til bana af skólafélaga sínum

Bailey Oneill var alveg að verða 12 ára þegar hann varð fyrir hræðilegri árás af völdum skólafélaga. Í árásinni skaddaðist Bailey á höfði, nefbrotnaði og fékk alvarlegan heilahristing.

Litli drengurinn lá í dái eftir árásina í nokkrar vikur þar til síðasta sunnudag, daginn eftir 12 ára afmælið hans en þá lést hann af sárum sínum. Bailey hafði orðið fyrir miklu einelti á skólagöngu sinni og því miður þurfti hann að látast til að einhver áttaði sig á alvarleika málsins.

Foreldrar drengsins héldu út Facebook síðu tileinkaða Bailey og tilkynntu það á sunnudaginn að nú væri baráttunni lokið.
Þau þökkuðu öllum sem höfðu beðið fyrir drengnum og óskuðu þess að hægt hefði verið að lækna hann.

Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglu.

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”d1ZlDDUZsbE”]

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here