Nú fer að styttast í jólin, annar jólasveinninn kemur í nótt og alveg ábyggilegt að það er mikill spenningur á mörgum heimilum vegna þess.
Síðastliðin tvö ár höfum við verið með jóladagatal 1.- 24. desember og höldum áfram þessari skemmtilegu hefð, sem hefur notið mikilla vinsælda.
Í dag gefum við vinsælan tölvuleik í PlayStation 4 frá Skífunni
Í Lego Batman 3 slæst Batman í lið með öðrum ofurhetjum úr DC heiminum til að stöðva hinn illa Brainiac frá því að eyða jörðinni.
Andvirði leiksins eru 13.999 krónur.
Skífan er með frábært úrval af tónlist, kvikmyndum og fleira
Skífan er rótgróin verslun með tónlist, kvikmyndir og fleira en hún var stofnuð árið 1975 og eru verslanirnar tvær talsins í dag: Í Kringlunni, á fyrstu hæð við hliðina á Hagkaup, og í Smáralind, á fyrstu hæð beint á móti Nova.
Til þess að taka þátt skrifarðu í athugasemd: „Lego Batman“ og þú ert komin í pottinn.
– Drögum út í kvöld!