Lystarstol eða anorexía er sjúkdómur sem einkennist af skorti á matarlyst en orsakir þess eru geðröskun sem leiða til brenglaðrar sjálfsmyndar á þá leið að sjúklingurinn telji sig ranglega vera of þungan eða feitan.
Oft er sjálfsmynd lystarstolssjúklinga brothætt og telja sumir hana ástæðu fyrir því að þeir beini athygli sinni að líkama sínum. Oft er um að ræða tilfinningalegar þarfir sem ekki eru uppfylltar, fjölskyldubönd eru veik, þeir eiga í erfiðleikum með að umgangast aðra og eru vinafáir eða þeir eru í kynferðislegum samböndum sem þeir eru ekki ánægðir í.
Þessar ungu konur á myndunum hér að neðan eiga það sameiginlegt að hafa náð bata frá sjúkdómnum. Þess má geta að það getur tekið mörg ár að ná bata og nauðsynlegt að vera vakandi fyrir einkennunum sem geta komið upp aftur seinna við t.d. álag og streitu.
Á síðunni er þessi unga kona og hún skrifaði í athugasemd: „… geðræn veikindi eru raunveruleg og læknanleg. Lystarstol er hættulegur sjúkdómur og snýst ekki bara um samfélagslegar kröfur um útlit. Líkamlegi hlutinn er alvarlegur en sá sálræni er rótin. Það er ekkert til að skammast sín fyrir.“
Smellið á myndirnar hér fyrir neðan til að stækka þær og fletta.
Það skín af henni sjálfstraustið á myndinni lengst til hægri
Hún heldur sér í góðu formi í ræktinni en er samt heilbrigðari í dag
Hún er svo heilbrigð og flott á hægri myndinni
Þvílíkur munur á þessari ungu konu
Miklu hraustari
Munurinn á andlitinu eru ótrúlegur
Hún lítur svo vel út í dag að maður á erfitt með að ímynda sér að hún hafi átt við vanda að stríða
Sem betur fer áttaði hún sig á vandamálinu sínu áður en það varð of seint
Þegar hún gat elskað sjálfa sig fór hún að geta elskað aðra
Hún er í dag stolt af útliti sínu
Á síðunni er þessi unga kona og hún skrifaði í athugasemd: „… geðræn veikindi eru raunveruleg og læknanleg. Lystarstol er hættulegur sjúkdómur og snýst ekki bara um samfélagslegar kröfur um útlit. Líkamlegi hlutinn er alvarlegur en sá sálræni er rótin. Það er ekkert til að skammast sín fyrir.“
Þessi kona hafði margoft verið lögð inn á spítala vegna átröskunar sinnar. Móðir hennar tók svo á öllu sem hún átti til að hjálpa henni og konan er í jafnvægi í dag og meira að segja búin að eignast barn