13 ástæður þess að þú ættir að láta G-strenginn vera

Eins og G-strengurinn hefur nú bjargað mörgum síðkjólnum frá tískuslysi á næturlífinu. Stundum er G-strengurinn bara nauðsyn. Ekki bara við síðkjóla heldur líka undir flottum gallabuxum og svona mætti lengi telja. En það er ekki alltaf hollt að klæðast G-streng.

Stelpurnar á Cosmo tóku saman ansi handhægan lista yfir þær aðstæður þar sem varast ber að klæðast G-streng. Reyndar leituðu þær í smiðju kvensjúkdómalæknis sem hér að neðan, leggur til (í þýddri og staðfærðri útgáfu) að stundum sé betra að notast við venjulegar bómullarnærbuxur.

Sjá einnig: Útferð – Hvað er eðlilegt og hver eru einkennin?

Þar sem efnið er áhugavert og samantektin styður við kynheilbrigði kvenna, þykir okkur ekki úr vegi að snara yfir greininni og fara hér yfir í fáeinum dráttum – hvenær er óhentugt að nota G-streng og hvaða afleiðingar slíkt getur (því miður) haft í för með sér.

Sjá einnig: Hverjar eru ástæðurnar á bak við sársauka við samfarir?

G-strengurinn getur nefnilega verið slæmur á tíðum, ýtt undir sveppasýkingar og boðið óværugestum heim, sér í lagi ef G-strengurinn er ekki úr bómullarefni og passar illa.  Hér – í boði Cosmo – má sjá í þýddri og staðfærðri útgáfu, hvenær er fremur ráðlegt að smeygja sér í þægilegar bómullarnærbuxur – allt í nafni kynheilbrigði:

Strengurinn er ekki úr bómull: Nælon og önnur gerviefni eru rakagildrur. Það er alltaf best að velja bómullarnærföt sem hindra ekki loftstreymi, sem gerir að verkum að hörundið getur andað. Bómullarnærbuxur sem hleypa súrefni í gegn, viðhalda heilbrigðu rakastigi sem hindra sýkingar.

Þú klæðist æfingafatnaði allan daginn: Aðsniðinn fatnaður eins og spandexbuxur geta hindrað loftstreymi. Að ekki sé talað um rök æfingaföt sem eru rök af svita: Slíkur fatnaður getur kynt undir sveppasýkingu sem blossar upp á augabragði og kemur ójafnvægi á gerlaflóruna. Taktu alltaf hreinar nærbuxur (og auka síðbuxur) með þér á æfingu.

Þú ert í stuttu pilsi: Ef pilsið er svo stutt að það rennur upp á bossann þegar þú sest – til dæmis á stól á kaffihúsi eða í strætó – ertu hreinlega að bjóða hættunni heim. Sveppasýking á næsta leiti á óhreinni stólsetu, takk. Reyndu frekar að klæðast þægilegum bómullarnærbuxum, ekki G-streng, ef ætlunin er að fara í stutt pils. Annars ertu að sópa að þér bakteríum þegar þú sest niður.

Þú ert viðkvæm fyrir sveppasýkingum og sýkingum í leggöngum: Ef G-strengir eru í sérstöku uppáhaldi og aldrei hefur bólað á neinum vandræðum – þá ertu einfaldlega með stálslegið ónæmiskerfi. En ef þér hættir til að fá sveppasýkingu í leggöng … gæti G-strengnum verið um að kenna.

Þú ert ólétt OG viðkvæm fyrir sveppasýkingu: Meðganga getur haft áhrif á ónæmiskerfið og aukið hættu á sveppasýkingu, sem svo aftur getur haft skaðleg áhrif á ófætt barn þitt. Í alvöru talað, ekki taka sénsinn á G-streng meðan á meðgöngu stendur.

Þú ferð sjaldan í sturtu: Daglegur þvottur með volgu vatni og þvottapoka getur dregið úr sveppasýkingum í leggöngum. Þú veist, bara örstutt þvottastund, jafnvel þó þú farir ekki í sturtuna … getur gert kraftaverk.

Þú skiptir sjaldan um túrtappa: Jú jú. Þó ólíklegt sé að strengurinn geri að verkum að tappaspottinn nuddist upp við endaþarminn og læðist svo fram á við, sem sýkir píkuna sjálfa af saurgerlum (sveppasýking, einmitt) er ekkert úr vegi að ætla að einmitt það geti gerst. Þetta getur einmitt gerst ef þú skiptir sjaldan um túrtappa – sérstaklega ef þú skiptir sjaldan um nærbuxur í ofanálag. Til að hindra sveppasýkingu ættir þú því að nota létta túrtappa og skipta oftar um túrpappa en nærbuxur.

Þú notar dömuinnlegg í nærbuxurnar: Nákvæmlega. Jafnvel þó dömuinnlegg sem sérhönnuð eru fyrir G-streng séu fáanleg á markaðinum, geta þau einmitt aukið hættu á sveppasýkingu – ef þú skiptir ekki nægilega oft, sem getur svo aftur valdið sveppasýkingu og jafnvel blöðrubólgu.

Þú notar ilmefni, sterka sápu eða jafnvel svitalyktareyði: Leggöngin geta sjálf viðhaldið eðlilegu rakastigi og reyndar er píkan sjálf útbúin sjálfhreinsandi bakteríum sem styrkja geraflóruna. Allt sem til þarf er volgt vatn og þvottapoki ef ekki er séns á sturtu í það skiptið. Ekki, bara aldrei, úða svitaeyði þarna niðri. Ekki úða ilmefnum á kynfærin á þér. Ekki gera það. Slík vitleysa getur meira að segja haft áhrif á ónæmiskerfið og aukið líkur á sveppasýkingu.

Þú ert með leka þvagblöðru: Vissir þú að tvær af hverjum fimm konum undir sextugu glíma við leka þvagblöðru? Ástæðurnar eru fjölmargar og geta verið allt frá því að vera sökum áreynslu við æfingar eða vegna þess að konan heldur of lengi í sér. Meira að segja örfáir dropar af þvagi sem leka út í G-strenginn geta sært hörundið og valdið óþægindum – útbrotum í versta falli.

Þú notar ekki smokka og skiptir reglulega um bólfélaga: Það eitt að nota ekki smokka er í sjálfu sér næg ástæða til að ætla að þú getir fengið sýkingu. G-strengurinn getur þar aukið enn á óþægindin og ollið útbrotum, kynt undir undirliggjandi sýkingu enn fremur.

Þú ert einfaldlega veik: Það merkir að ónæmiskerfið er ekki í fullu standi (líkaminn er upptekinn við að halda sýkingunni í skefjum). Sem sagt: Þægilegar bómullarnærbuxur meðan á flensu stendur. Ekki G-streng, sem getur aukið líkur á sýkingu enn fremur … engin smáatriði þörf hér.

Þú ætlar að kaupa þér bikiní þann daginn: Uh! Halló! Farðu íklædd þægilegum bómullarnærbuxum í verslunina ef ætlunin er að máta buxurnar – EKKI fara íklædd G-streng. Ekki máta bikiníbuxur í G-streng einum fata – sem ekkert hylur og gerir þig berskjaldaða fyrir þeirri bakteríuflóru sem allar hinar konurnar – þær sem mátuðu buxurnar á undan þér, báru í fatnaðinn sem er enn til sölu í búðinni.

Sjá einnig: HNEYKSLI: Victoria’s Secret selur notaðar nærbuxur

Þýtt og staðfært: Cosmopolitan

SHARE