13 atriði sem eiga aðeins við í klámmyndum

Alveg eins og ástin í lífi okkar er ekki copy-paste úr rauðu ástarsögunum, þá er kynlífið allt öðruvísi en í klámmyndum. Og þó að það sé allt í lagi að nota slíkar myndir til að krydda aðeins, ein/n eða með makanum, þá er nauðsynlegt að muna að þær sýna ekki hlutina eins og þeir eru. Hér eru 13 ólíklegar, óraunhæfar og jafnvel fyndnar væntingar sem þær gefa til kynna.

1) Allir fá fullnægingu í hvert einasta skipti.

Hvað með það þó að þú fáir ekki alltaf fullnægingu? Kynlífið getur samt verið frábært.
sexpectations-02

2) Í handritinu tekur kynlífið alltaf um það bil 30 mínútur.

Sjortarar gerast og geta verið frábærir, svo erum við stundum margar klukkustundir að. Meðan að kynlífið er skemmtilegt og fullnægjandi hver er þá tilgangurinn með að tímasetja það?
sexpectations-03

3) Þú ert alltaf rökuð og vel snyrt fyrir neðan mitti.

Ef að þú ert ekki með vaxsérfræðing á bakvakt, þá eru líkur á að þú sért ekki silkimjúk alla daga.
Ef af hverju að láta örfá hár eyðileggja skemmtilegt kynlíf?
sexpectations-04

4) Og gaurinn er jafnsilkisléttur og barnsrass.

Í klámmyndum þykir það norm að vera hárlausir, en í rauninni er það ekki svo.

sexpectations-05

 

5) Trúboðastellingin er úti, svipur og ólar eru inni.

Það eru flestir til í að prófa eitthvað nýtt í rúminu, en það þýðir ekki að við séum í stuði fyrir það á hverju kvöldi. Klámmyndir ýta undir að hefðbundið kynlíf sé úti og maður þurfi að vera villtur og æstur alltaf.

sexpectations-06a

6) Hver þarf smokk með þessa upphandleggsvöðva?

Það getur vel verið að gæinn líti út eins og Ryan Gosling og sé með langan doðrant af ástæðum yfir af hverju smokkar eru óþarfir, en kynlíf með ókunnugum án þess að nota smokk er eitthvað sem á ekki að stunda.

sexpectations-07

7) Viðbrögðin eru alltaf óskarsverðlaunahæf.

Ef að þú ert að fíla það láttu hinn aðilann vita. En það er óþarfi að stynja svo hátt að nágrannarnir njóti þess líka.
Klámmyndir gefa konum til kynna að þær eigi að stynja hástöfum og sýna yfirþyrmandi áhuga í stað þess að sýna sín eðlilegu viðbrögð.
Ekki feika það, hinn aðilinn sér í gegnum það.

sexpectations-08

8) Hver einasti karlmaður er vel vaxinn niður.

Það er ekki skrýtið að margir karlmenn hugsi mikið um typpastærð. Stórt typpi er ekki skilyrði fyrir góðu kynlífi.
sexpectations-09

9) Þú stundar aldrei kynlíf á blæðingum, aldrei.

Í klámheiminum er kynlíf á meðan á blæðingum stendur ekki í boði. Nýleg rannsókn hjá Menshealth.com sýnir hinsvegar að 3 af hverjum 4 karlmönnum eru til í kynlíf þó að það sé sá tími mánaðarins.

sexpectations-010

10) Það er alveg sjálfsagt að stunda kynlíf á skrifstofunni á miðjum vinnudegi.

Þessar skrifstofur hljóta allar að vera vel einangraðar, afsíðis og með veggjum.
sexpectations-011

11) Óumskurnir karlmenn heyra sögunni til.

Á skjánum er það staðreynd, en í raunveruleikanum er staðan allt önnur.

sexpectations-012

 

12) Hver einasti karlmaður vill fá þriðja aðila með í rúmið, fara í hlutverkaleik, ráða yfir þér o.s.frv.

Alveg eins og þú þá er karlmaðurinn í lífi þínu ekki til í allt. Þannig að það er ekki víst að hann vilji prófa allt það sem þú finnur í leitarsögunni á tölvunni hans.
sexpectations-013

13) Þvílík tilviljun – þið eruð alltaf í stuði á sama tíma!!

Það eru fjölmargar ástæður fyrir því af hverju þú ert ekki alltaf í stuði. Sama á við um karlmenn auk þess sem margir karlmenn eiga við stinningarvandamál að stríða. Svo ekki hafa áhyggjur þó að þið séuð ekki í stuði 24/7. Það er eðlilegt.

sexpectations-014

 

Heimild: www.womenshealthmag.com

 

 

 

 

SHARE